Fótbolti

Fékk flösku í andlitið í fagnaðarlátunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
George John varð fyrir því óláni að fá flösku í andlitið eftir að hafa skorað sigurmark Dallas gegn LA Galaxy í bandarísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Stuðningsmaður Dallas réði sér ekki fyrir kæti þegar markið leit dagsins ljós og henti flösku inná völlinn með þeim afleiðingum að hún hafnaði í andlitinu á John. Leikmaðurinn fékk vænlegan skurð við eyrað.

George John skallaði boltann í netið á 87. mínútu en náði ekki að fagna markinu almennilega.

Hér að ofan má sjá myndband af atvikinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×