Fótbolti

Alfreð tryggði stigin þrjú með langskoti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alfreð hefur verið orðaður við stór félög í Evrópu að undanförnu. Markið í kvöld verður ekki til þess að minnka áhuga annarra félaga.
Alfreð hefur verið orðaður við stór félög í Evrópu að undanförnu. Markið í kvöld verður ekki til þess að minnka áhuga annarra félaga. Nordicphotos/Getty
Alfreð Finnbogason skoraði síðara mark Heerenveen með langskoti í 2-0 útisigri á NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Alfreð, sem skoraði tvö mörk og lagði upp tvö til viðbótar í 4-2 sigri á AZ Alkmaar í fyrstu umferðinni, hefur nú skorað þrjú mörk í tveimur leikjum.

Liðsmenn Marco van Basten hafa fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Á morgun mætast Ajax og AZ Alkmaar í stórslag helgarinnar.

Nú stendur yfir viðureign PSV Eindhoven og NEC Nijmegen. Eftir 20 mínútur leiðir PSV 1-0. Guðlaugur Victor Pálsson er í byrjunarliði gestanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×