Fótbolti

Skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Mynd/Heimasíða Konyaspor
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði sigurmark Konyaspor í 1-0 sigri á Genclerbirligi í æfingaleik í Tyrklandi í dag.

Framherjinn, sem gekk í raðir tyrkneska félagsins fyrir rétt rúmri viku, skoraði eina markið á 52. mínútu leiksins.

Fyrsta umferðin í tyrknesku deildinni fer fram á laugardaginn kemur. Þá tekur Konyaspor á móti Fenerbahce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×