Fótbolti

Maradona dreymir um stjórastöðuna hjá Napoli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Diego Maradona
Diego Maradona nordicphotos/getty
Goðsögnin Diego Maradona, fyrrverandi leikmaður Napoli og  argentínska landsliðsins, vill ólmur stýra ítalska félaginu Napoli í framtíðinni.

Maradona var eitt sinn landsliðsþjálfari Argentínu og hefur einnig stjórnað félagsliðum.

„Ég vill stýra Napoli einn daginn, það er draumur minn,“ sagði Maradona í fjölmiðlum ytra.

„Liðið er með góðan stjóra í dag og ég óska þeim alls hins besta. Það hefur verið erfitt fyrir mig að fá starf að undanförnu en menn virðast vera hræddir við það að ráða mig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×