Fótbolti

FC København sigraði AaB

Sigmar Sigfússon skrifar
Rúrik Gíslason í leik með FCK.
Rúrik Gíslason í leik með FCK. MYND. / GETTY IMAGES.
Íslendingaliðið FC. Köbenhavn sigraði AaB nokkuð auðveldlega 3-0 á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Landsliðsmennirnir, Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason, voru á sínum stað í byrjunarliði FC. Köbenhavn. Mörk liðsins skoruðu Nicolai Jørgensen á 42. mínútu og Igor Vetokele á 89. mínútu. Þriðja mark Köbenhavn var sjálfmark hjá Aab.

FC. Köbenhavn klífur hægt en örugglega upp töfluna eftir slæma byrjun á leiktíðinni. Liðið er komið í 6. Sæti með 16 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×