Enski boltinn

Tottenham ekki í neinum vandræðum með Aston Villa

Stefán Árni Pálsson skrifar
nordicphotos/getty
Tottenham vann nokkuð sannfærandi sigur, 2-0,  á Aston Villa á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði gestanna í dag en var tekinn af velli á 66. mínútu.

Andros Townsend setti boltann í netið eftir rúmlega hálftíma leik og var staðan 1-0 í hálfleik.

Roberto Soldado skoraði síðan flott mark tuttugu mínútum fyrir leikslok en leikmenn Tottenham splundruðu vörn Villa í aðdraganda marksins.

Tottenham er í fimmta sæti með 16 stig. Aston Villa er 13. sæti með 10 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×