Fótbolti

Aron skoraði tvö og lagði upp eitt

Sigmar Sigfússon skrifar
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir AZ Alkmaar gegn Cambuur í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er liðið vann 3-1. Mörk Arons komu á 43. og 68. mínútu. Aron lagði fyrsta markið upp með góðri sendingu á Roy Beerens.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ en var skipt af velli á 79. mínútu. Aron fékk skiptingu í uppbótartíma en með sigrinum er AZ Alkmaar komið í 8. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig.

Aron er sjóðandi heitur þessa dagana en hann skoraði sigurmark bandaríska landsliðsins gegn Panama fyrir stuttu. Með markinu sem Aron skoraði sátu Panamamenn eftir með sárt ennið og komust ekki í umspilið fyrir HM. Mexikó fékk sætið og er Aron þjóðhetja í landinu um þessar mundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×