Ekki fara í buxurnar! Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. september 2013 11:00 Gagnrýnendur héldu vart vatni yfir frammistöðu Guðmundar og skemmtanagildi verksins. Guðmundur Ólafsson sýnir verk sitt Tenórinn í Iðnó fjórum sinnum í október. Tíu ár eru liðin frá frumsýningu þess en Tenórinn er enn í fullu fjöri. "Þetta byrjaði þannig að hann bað mig um að gera eitthvað hann Örn Magnússon frændi minn sem var með Berjadaga í Ólafsfirði,“ segir Guðmundur Ólafsson um upphaf leiksýningarinnar Tenórinn. „Þá var ég nýbúinn að skrifa þetta verk og við Sigursveinn Kr. Magnússon, undirleikari minn, ákváðum að flytja að minnsta kosti hluta af því. Fengum síðan Odd Bjarna Þorkelsson leikstjóra til liðs við okkur og ákváðum að keyra bara á heila sýningu. Frumsýndum síðan á Ólafsfirði í ágúst 2003.“ Síðan hefur Tenórinn gengið aftur, aftur og aftur, síðast á sextugsafmæli Guðmundar fyrir tveimur árum síðan. „Já, ég ákvað að gefa sjálfum mér það í afmælisgjöf að setja sýninguna upp heima í Ólafsfirði í stað þess að halda veislu og lét það eftir mér.“ Á föstudaginn birtist Tenórinn hins vegar aftur á fjölunum í Iðnó, en rétt er að undirstrika að aðeins verða fjórar sýningar á verkinu að þessu sinni. Guðmundur hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki tenórsins „Besta íslenska sýningin sem ég hef séð um árabil,“ sagði gagnrýnandi Rásar tvö og aðrir rýnendur voru á sömu nótum. Áhorfendur kunnu einnig vel að meta hann og þegar Guðmundur er beðinn að rifja upp spaugileg atvik frá sýningaferlinu er hann snöggur til svars. „Mér er mjög minnisstætt eitt atvik þegar við vorum að sýna á ónefndum stað. Þannig er að í einu atriðinu er tenórinn að striplast á nærbuxunum og segist svo ætla að skutla sér í buxurnar. Þá hrópaði kona í salnum, sem greinilega hafði fangið sér í aðra tána: „Ekki fara í buxurnar, þú ert með svo fallega fætur.“ Sem var auðvitað mjög mikið hrós en kannski alveg rétti staðurinn fyrir það.“ Það er oft talað um að menn eigi erfiðara með að syngja með árunum, finnurðu mun á röddinni frá því fyrir tíu árum? „Það eiginlega verður bara að koma í ljós. Ég er auðvitað tíu árum eldri en ég hef alltaf verið að syngja og haldið mér í formi, þannig að ég vona að það komi ekki til.“ Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Guðmundur Ólafsson sýnir verk sitt Tenórinn í Iðnó fjórum sinnum í október. Tíu ár eru liðin frá frumsýningu þess en Tenórinn er enn í fullu fjöri. "Þetta byrjaði þannig að hann bað mig um að gera eitthvað hann Örn Magnússon frændi minn sem var með Berjadaga í Ólafsfirði,“ segir Guðmundur Ólafsson um upphaf leiksýningarinnar Tenórinn. „Þá var ég nýbúinn að skrifa þetta verk og við Sigursveinn Kr. Magnússon, undirleikari minn, ákváðum að flytja að minnsta kosti hluta af því. Fengum síðan Odd Bjarna Þorkelsson leikstjóra til liðs við okkur og ákváðum að keyra bara á heila sýningu. Frumsýndum síðan á Ólafsfirði í ágúst 2003.“ Síðan hefur Tenórinn gengið aftur, aftur og aftur, síðast á sextugsafmæli Guðmundar fyrir tveimur árum síðan. „Já, ég ákvað að gefa sjálfum mér það í afmælisgjöf að setja sýninguna upp heima í Ólafsfirði í stað þess að halda veislu og lét það eftir mér.“ Á föstudaginn birtist Tenórinn hins vegar aftur á fjölunum í Iðnó, en rétt er að undirstrika að aðeins verða fjórar sýningar á verkinu að þessu sinni. Guðmundur hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki tenórsins „Besta íslenska sýningin sem ég hef séð um árabil,“ sagði gagnrýnandi Rásar tvö og aðrir rýnendur voru á sömu nótum. Áhorfendur kunnu einnig vel að meta hann og þegar Guðmundur er beðinn að rifja upp spaugileg atvik frá sýningaferlinu er hann snöggur til svars. „Mér er mjög minnisstætt eitt atvik þegar við vorum að sýna á ónefndum stað. Þannig er að í einu atriðinu er tenórinn að striplast á nærbuxunum og segist svo ætla að skutla sér í buxurnar. Þá hrópaði kona í salnum, sem greinilega hafði fangið sér í aðra tána: „Ekki fara í buxurnar, þú ert með svo fallega fætur.“ Sem var auðvitað mjög mikið hrós en kannski alveg rétti staðurinn fyrir það.“ Það er oft talað um að menn eigi erfiðara með að syngja með árunum, finnurðu mun á röddinni frá því fyrir tíu árum? „Það eiginlega verður bara að koma í ljós. Ég er auðvitað tíu árum eldri en ég hef alltaf verið að syngja og haldið mér í formi, þannig að ég vona að það komi ekki til.“
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira