Ekki fara í buxurnar! Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. september 2013 11:00 Gagnrýnendur héldu vart vatni yfir frammistöðu Guðmundar og skemmtanagildi verksins. Guðmundur Ólafsson sýnir verk sitt Tenórinn í Iðnó fjórum sinnum í október. Tíu ár eru liðin frá frumsýningu þess en Tenórinn er enn í fullu fjöri. "Þetta byrjaði þannig að hann bað mig um að gera eitthvað hann Örn Magnússon frændi minn sem var með Berjadaga í Ólafsfirði,“ segir Guðmundur Ólafsson um upphaf leiksýningarinnar Tenórinn. „Þá var ég nýbúinn að skrifa þetta verk og við Sigursveinn Kr. Magnússon, undirleikari minn, ákváðum að flytja að minnsta kosti hluta af því. Fengum síðan Odd Bjarna Þorkelsson leikstjóra til liðs við okkur og ákváðum að keyra bara á heila sýningu. Frumsýndum síðan á Ólafsfirði í ágúst 2003.“ Síðan hefur Tenórinn gengið aftur, aftur og aftur, síðast á sextugsafmæli Guðmundar fyrir tveimur árum síðan. „Já, ég ákvað að gefa sjálfum mér það í afmælisgjöf að setja sýninguna upp heima í Ólafsfirði í stað þess að halda veislu og lét það eftir mér.“ Á föstudaginn birtist Tenórinn hins vegar aftur á fjölunum í Iðnó, en rétt er að undirstrika að aðeins verða fjórar sýningar á verkinu að þessu sinni. Guðmundur hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki tenórsins „Besta íslenska sýningin sem ég hef séð um árabil,“ sagði gagnrýnandi Rásar tvö og aðrir rýnendur voru á sömu nótum. Áhorfendur kunnu einnig vel að meta hann og þegar Guðmundur er beðinn að rifja upp spaugileg atvik frá sýningaferlinu er hann snöggur til svars. „Mér er mjög minnisstætt eitt atvik þegar við vorum að sýna á ónefndum stað. Þannig er að í einu atriðinu er tenórinn að striplast á nærbuxunum og segist svo ætla að skutla sér í buxurnar. Þá hrópaði kona í salnum, sem greinilega hafði fangið sér í aðra tána: „Ekki fara í buxurnar, þú ert með svo fallega fætur.“ Sem var auðvitað mjög mikið hrós en kannski alveg rétti staðurinn fyrir það.“ Það er oft talað um að menn eigi erfiðara með að syngja með árunum, finnurðu mun á röddinni frá því fyrir tíu árum? „Það eiginlega verður bara að koma í ljós. Ég er auðvitað tíu árum eldri en ég hef alltaf verið að syngja og haldið mér í formi, þannig að ég vona að það komi ekki til.“ Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Guðmundur Ólafsson sýnir verk sitt Tenórinn í Iðnó fjórum sinnum í október. Tíu ár eru liðin frá frumsýningu þess en Tenórinn er enn í fullu fjöri. "Þetta byrjaði þannig að hann bað mig um að gera eitthvað hann Örn Magnússon frændi minn sem var með Berjadaga í Ólafsfirði,“ segir Guðmundur Ólafsson um upphaf leiksýningarinnar Tenórinn. „Þá var ég nýbúinn að skrifa þetta verk og við Sigursveinn Kr. Magnússon, undirleikari minn, ákváðum að flytja að minnsta kosti hluta af því. Fengum síðan Odd Bjarna Þorkelsson leikstjóra til liðs við okkur og ákváðum að keyra bara á heila sýningu. Frumsýndum síðan á Ólafsfirði í ágúst 2003.“ Síðan hefur Tenórinn gengið aftur, aftur og aftur, síðast á sextugsafmæli Guðmundar fyrir tveimur árum síðan. „Já, ég ákvað að gefa sjálfum mér það í afmælisgjöf að setja sýninguna upp heima í Ólafsfirði í stað þess að halda veislu og lét það eftir mér.“ Á föstudaginn birtist Tenórinn hins vegar aftur á fjölunum í Iðnó, en rétt er að undirstrika að aðeins verða fjórar sýningar á verkinu að þessu sinni. Guðmundur hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki tenórsins „Besta íslenska sýningin sem ég hef séð um árabil,“ sagði gagnrýnandi Rásar tvö og aðrir rýnendur voru á sömu nótum. Áhorfendur kunnu einnig vel að meta hann og þegar Guðmundur er beðinn að rifja upp spaugileg atvik frá sýningaferlinu er hann snöggur til svars. „Mér er mjög minnisstætt eitt atvik þegar við vorum að sýna á ónefndum stað. Þannig er að í einu atriðinu er tenórinn að striplast á nærbuxunum og segist svo ætla að skutla sér í buxurnar. Þá hrópaði kona í salnum, sem greinilega hafði fangið sér í aðra tána: „Ekki fara í buxurnar, þú ert með svo fallega fætur.“ Sem var auðvitað mjög mikið hrós en kannski alveg rétti staðurinn fyrir það.“ Það er oft talað um að menn eigi erfiðara með að syngja með árunum, finnurðu mun á röddinni frá því fyrir tíu árum? „Það eiginlega verður bara að koma í ljós. Ég er auðvitað tíu árum eldri en ég hef alltaf verið að syngja og haldið mér í formi, þannig að ég vona að það komi ekki til.“
Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira