Lífið

Nigella sökuð um mikla eiturlyfjanotkun

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Nigella Lawson og fyrverandi eiginmaðurh ennar Charles Saatchi meðan allt lék í lyndi.
Nigella Lawson og fyrverandi eiginmaðurh ennar Charles Saatchi meðan allt lék í lyndi. Mynd/Nordicphotos/Getty
Sjónvarpskokkurinn þokkafulli, Nigella Lawson, er sökuð um mikla eiturlyfjanotkun í fjársvikamáli gegn fyrrum aðstoðarkonum sínum. Daily Mail greinir frá þessu.

Aðstoðarkonurnar tvær eru sagðar hafa svikið 300 þúsund pund, jafnvirði tæplega 60 milljóna íslenskra króna, af Nigellu og fyrrverandi eiginmanni hennar Charles Saatchi.

Þær halda því hins vegar fram að þær hafi fengið leyfi frá Nigellu til að eyða þessum peningum í tískuföt og ferðalög gegn því að halda neyslu Nigellu leyndri.

Þær segja að Nigella hafi notað kókaín, kannabis og læknadóp með dóttur sinni, Mimi sem er 19 ára.

Fyrrverandi eiginmaður Nigellu segist trúa ásökunum kvennanna um eiturlyfjaneyslu hennar og í tölvupósti sem hann sendi henni áður en sakamálið hófst segir hann að hann telji að aðstoðarkonurnar muni komast upp með glæp sinn á þeim grundvelli að þær mæðgur hafi verið svo uppdópaðar að þær hafi leyft konunum hvað sem er. Í póstinum kallar hann eiginkonu sína fyrrverandi Higella og vísar þannig til neyslu hennar.

Þau hjónin gengu í gegnum erfiðan skilnað fyrr á þessu ári þar sem Saatchi var sakaður um ofbeldi gegn Nigellu en eitt slíkt atvik komst í heimspressuna þar sem ljósmyndir náðust af því þegar hann greip hana hálstaki á veitingastað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.