Grjótfok rústar bílum í Öræfum Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. september 2013 07:00 Rúður brotnuðu í fjölda bíla í Freysnesi Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir Ákaflega slæmt veður var á landinu öllu í gær og þurftu björgunarsveitir landsins að sinna fjölda útkalla. Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit þurfti að aðstoða fjölda bifreiða sem fastar sátu í Námuskarði. Einnig voru ferðamenn fastir í bílum sínum á Sprengisandi en Björgunarsveitin Þingey kom þeim til aðstoðar. Þá þurfti Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum að aðstoða bíla í Vatnsskarði eystra og á Fjarðarheiði. Í Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði fuku þakplötur af íbúðarhúsum og voru björgunarsveitir sendar á vettvang til aðstoðar. „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá smærri björgunarsveitunum úti á landi, sem sjá um fjallvegi og heiðar. Þetta eru auðvitað allt sjálfboðaliðar og álagið hefur verið mikið á þeim,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, fjölmiðlafulltrúi Landsbjargar. Á landsvísu eru um 4.000 manns á útkallsskrá hjá björgunarsveitunum. Vegir landsins voru margir hverjir þaktir snjó eða krapi og slæm veðurskilyrði ollu vandræðum víða. Á Vestfjörðum var snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum og voru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Á Norðausturlandi var víða hálka og éljagangur. Krapasnjór var í Fagradal, Vatnsskarði eystra og á Öxi. Ófært var í Hamarsfirði, á Hellisheiði eystri og á Suðausturlandi var ófært milli Kirkjubæjarklausturs og Freysness vegna óveðurs. „Veðrið var verst um klukkan 15 en svo lægði aðeins,“ segir Eyrún Halla Jónsdóttir, starfsmaður í Söluskálanum í Freysnesi. Fjölmargir bílar stóðu fastir á Skeiðarársandi sökum veðurofsa á staðnum. „Það óku um 20 bílar fram hjá okkur með brotnar rúður og skemmt lakk,“ bætir Eyrún Halla við. Fjöldi fólks þurfti að yfirgefa bíla sína á Skeiðarársandi en grunnskólinn í Hofgarði var opnaður til að hýsa það fólk sem var í vanda statt. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Ákaflega slæmt veður var á landinu öllu í gær og þurftu björgunarsveitir landsins að sinna fjölda útkalla. Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit þurfti að aðstoða fjölda bifreiða sem fastar sátu í Námuskarði. Einnig voru ferðamenn fastir í bílum sínum á Sprengisandi en Björgunarsveitin Þingey kom þeim til aðstoðar. Þá þurfti Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum að aðstoða bíla í Vatnsskarði eystra og á Fjarðarheiði. Í Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði fuku þakplötur af íbúðarhúsum og voru björgunarsveitir sendar á vettvang til aðstoðar. „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá smærri björgunarsveitunum úti á landi, sem sjá um fjallvegi og heiðar. Þetta eru auðvitað allt sjálfboðaliðar og álagið hefur verið mikið á þeim,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, fjölmiðlafulltrúi Landsbjargar. Á landsvísu eru um 4.000 manns á útkallsskrá hjá björgunarsveitunum. Vegir landsins voru margir hverjir þaktir snjó eða krapi og slæm veðurskilyrði ollu vandræðum víða. Á Vestfjörðum var snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum og voru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Á Norðausturlandi var víða hálka og éljagangur. Krapasnjór var í Fagradal, Vatnsskarði eystra og á Öxi. Ófært var í Hamarsfirði, á Hellisheiði eystri og á Suðausturlandi var ófært milli Kirkjubæjarklausturs og Freysness vegna óveðurs. „Veðrið var verst um klukkan 15 en svo lægði aðeins,“ segir Eyrún Halla Jónsdóttir, starfsmaður í Söluskálanum í Freysnesi. Fjölmargir bílar stóðu fastir á Skeiðarársandi sökum veðurofsa á staðnum. „Það óku um 20 bílar fram hjá okkur með brotnar rúður og skemmt lakk,“ bætir Eyrún Halla við. Fjöldi fólks þurfti að yfirgefa bíla sína á Skeiðarársandi en grunnskólinn í Hofgarði var opnaður til að hýsa það fólk sem var í vanda statt.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels