Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Garðar Örn Úlfarsson og Birgir Þ. Harðarson skrifar 14. maí 2013 11:00 Tillaga að brú yfir Fossvog er á frumstigi, segir bæjarstjóri Kópavogs. Hann vill ræða lausnir við Siglingasambandið. Hér má sjá hugmynd að brúnni frá Alark ehf. Göngu- og hjólabrú yfir Fossvog mun hafa þau áhrif að starfsemi siglingafélaganna í Fossvogi leggst af, að mati Siglingasambands Íslands. Sambandið hefur komið áhyggjum sínum áleiðis til bæjarstjórnar Kópavogs og segir í opinberu bréfi til bæjarins að fyrirhuguð brú yfir Fossvog verði "rothögg" fyrir starfsemi félaganna. Í Fossvogi starfa tvö af öflugustu siglingafélögum landsins. Siglingafélag Reykjavíkur starfar í Nauthólsvík norðanmegin og Siglingafélagið Ýmir sunnanmegin á Kársnesi. Bæði félögin hafa þurft að aðlagast breytilegum aðstæðum í umhverfi sínu en bæði sveitarfélög hafa á undanförnum árum staðið að nokkurri uppbygginu á svæðinu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir brúarferlið rétt að byrja og að bærinn muni ræða við fulltrúa Siglingasambandsins um hvaða möguleikar séu í stöðunni. "Ég á von á því að sá fundur verði á næstunni," sagði Ármann. Í lok febrúar var samþykkt greinargerð starfshóps á vegum Kópavogsbæjar, Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar um brú yfir Fossvog. Hugmyndin hefur síðan verið til umræðu í bæjarstjórn Kópavogs og í borgarstjórn. Starfshópurinn mælti með því að brúin lægi frá vesturhluta Kársness í Kópavogi og tengdist landi handan Fossvogar við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Siglingafélögin eru hins vegar ekki par sátt með áformin enda lenda starfstöðvar félaganna við voginn innan brúarinnar. "Þessi hugmynd um göngu- og hjólabrú yfir Fossvoginn er inni í tillögu að nýju aðalskipulagi sem fer fljótlega í kynningu," segir Ármann. Hann segir ánægju ríkja um tillöguna. "Við höfum almennt fengið mjög góð viðbrögð við þessari tillögu um bætt hjóla- og göngutengsl milli sveitarfélaganna Reykjavíkur og Kópavogs." Þrjú hundruð metra brúin tengir Reykjavík og Kópavog frá enda flugbrautarinnar og yfir á Kársnes ef tillaga Alark verður að veruleika. Brúin á að vera lágreist til að trufla ekki útsýni. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Göngu- og hjólabrú yfir Fossvog mun hafa þau áhrif að starfsemi siglingafélaganna í Fossvogi leggst af, að mati Siglingasambands Íslands. Sambandið hefur komið áhyggjum sínum áleiðis til bæjarstjórnar Kópavogs og segir í opinberu bréfi til bæjarins að fyrirhuguð brú yfir Fossvog verði "rothögg" fyrir starfsemi félaganna. Í Fossvogi starfa tvö af öflugustu siglingafélögum landsins. Siglingafélag Reykjavíkur starfar í Nauthólsvík norðanmegin og Siglingafélagið Ýmir sunnanmegin á Kársnesi. Bæði félögin hafa þurft að aðlagast breytilegum aðstæðum í umhverfi sínu en bæði sveitarfélög hafa á undanförnum árum staðið að nokkurri uppbygginu á svæðinu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir brúarferlið rétt að byrja og að bærinn muni ræða við fulltrúa Siglingasambandsins um hvaða möguleikar séu í stöðunni. "Ég á von á því að sá fundur verði á næstunni," sagði Ármann. Í lok febrúar var samþykkt greinargerð starfshóps á vegum Kópavogsbæjar, Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar um brú yfir Fossvog. Hugmyndin hefur síðan verið til umræðu í bæjarstjórn Kópavogs og í borgarstjórn. Starfshópurinn mælti með því að brúin lægi frá vesturhluta Kársness í Kópavogi og tengdist landi handan Fossvogar við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Siglingafélögin eru hins vegar ekki par sátt með áformin enda lenda starfstöðvar félaganna við voginn innan brúarinnar. "Þessi hugmynd um göngu- og hjólabrú yfir Fossvoginn er inni í tillögu að nýju aðalskipulagi sem fer fljótlega í kynningu," segir Ármann. Hann segir ánægju ríkja um tillöguna. "Við höfum almennt fengið mjög góð viðbrögð við þessari tillögu um bætt hjóla- og göngutengsl milli sveitarfélaganna Reykjavíkur og Kópavogs." Þrjú hundruð metra brúin tengir Reykjavík og Kópavog frá enda flugbrautarinnar og yfir á Kársnes ef tillaga Alark verður að veruleika. Brúin á að vera lágreist til að trufla ekki útsýni.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira