Innlent

Fossvogsbrú komin inn á aðalskipulag

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hugmynd að Fossvogsbrú gerir ráð fyrir gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki. Sá möguleiku hefur verið nefndur að þar gætu strætisvagnar einnig farið um.
Hugmynd að Fossvogsbrú gerir ráð fyrir gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki. Sá möguleiku hefur verið nefndur að þar gætu strætisvagnar einnig farið um. Mynd/Alark

„Vistvænar samgöngur“ yfir Fossvog eru nú komnar inn á aðalskipulag bæði í Kópavogi og í Reykjavík eftir að nýsamþykktar breytingar á aðalskipulagi hvors sveitarfélags fyrir sig.„Þetta þýðir að nú eru komnar forsendur til þess að taka þetta verkefni áfram á næsta stig ef vilji er til þess,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.Starfshópur á vegum sveitarfélaganna lagði fyrr á þessu ári til hjóla- og göngustíg frá vesturhluta Kársness að brautarenda Reykjavíkurflugvallar.„Næstu skref gætu falist í því að fara yfir fjármögnun Kópavogs, Reykjavíkur og Vegagerðarinnar en einnig þarf að fara vel yfir alla umhverfisþætti og hvernig mannvirkið gæti samrýmst siglingum á svæðinu,“ segir Ármann. Ljóst sé að brú með vistvænum samgöngum myndi breyta stöðu Kársness innan höfuðborgarsvæðisins og tengja betur saman byggðir beggja vegna Fossvogs.„Íbúar Kópavogs og Reykjavíkur gætu um leið notið betur þeirrar náttúruperlu sem Fossvogurinn er,“ segir bæjarstjórinn.


Tengdar fréttir

Gegnsæ göng í stað brúarinnar

Meta á hvort hjóla- og göngutenging yfir Fossvog geti verið um gegnsæ og vatnsheld göng á botni vogsins. „Siglingamenn og fleiri hafa lýst áhyggjum vegna vegtengingar yfir Fossvog.

Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin

Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.