Fótbolti

UEFA mælir með tíu leikja banni fyrir kynþáttaníð

Michel Platini, forseti UEFA, er hér til vinstri og við hlið hans er Sepp Blatter, forseti FIFA.
Michel Platini, forseti UEFA, er hér til vinstri og við hlið hans er Sepp Blatter, forseti FIFA. Nordicphotos/Getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í dag tillögur sínar sem eiga að sporna gegn kynþáttafordómum í knattspyrnu. Í tillögunum er mælt með því að leikmenn fái 10 leikja bann gerist þeir sekir um kynþáttaníð í garð andstæðingsins.

Stuðningsmenn þurfa líka að fara að passa sig því gerist þeir sekir um slíkt athæfi gæti þurft að loka hluta heimavallar þess félags.

"Það þýðir að sá hluti stúkunnar þar sem áhorfendur voru með kynþáttaníð verður lokað. Ef slíkt gerist aftur þá verður leikið fyrir tómum velli og félag þarf að borga háa sekt," sagði Gianni Infantino, framkvæmdastjóri UEFA.

UEFA og FIFA hafa á síðustu árið verið harkalega gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu hart á málum tengdum kynþáttaníði í boltanum. Nú á að ráðast gegn vandanum af fullum krafti.

Framkvæmdastjórn UEFA mun kjósa um nýju tillögurnar á þingi sínu í maí. Verði þær samþykktar verða þessar nýju og hertu reglur komnar í notkun í júlí.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×