Fótbolti

Mörkin tíu sem berjast um Puskas-verðlaunin | Myndbönd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic skoraði magnað mark gegn Englendingum.
Zlatan Ibrahimovic skoraði magnað mark gegn Englendingum. nordicphotos/getty
Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA stendur nú fyrir vali á fallegasta marki ársins 2013 og hefur sambandið tilnefnt tíu fallegustu mörk ársins.

Sá knattspyrnumaður sem á fallegasta mark ársins hlýtur Puskas-verðlaunin, en þau eru nefnd eftir ungverska markahróknum Ferenc Puskas.

Þetta er í fjórða skipti sem verðlaunin eru afhent en hér má sjá mörkin tíu. Meðal þeirra sem eiga mörk á listanum eru Zlatan Ibrahimovic og Neymar.

Antonio Di Natale fyrir Udinese gegn Chievo

Neymar fyrir Brasilíu gegn Japan

Peter Ankersen fyrir Esbjerg gegn AGF

Panagiotis Kone fyrir Napólí gegn Bologna

Zlatan Ibrahimovic fyrir Svíþjóð gegn Englandi

Louisa Necib fyrir Lyon gegn Saint-Etienne

Juan Manuel Olivera fyrir Nautico gegn Sport Refice

Nemanja Matić fyrir Benfica gegn Porto

Daniel Ludueña fyrir Pachau gegn Tigers

Lisa De Vanna fyrir Sky Blue FC gegn Boston Breakers




Fleiri fréttir

Sjá meira


×