Einsetti sér að hjálpa ófrjósömum Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 2. janúar 2013 12:15 "Ég einsetti mér að reyna að hjálpa fólki að hætta að skammast sín fyrir þetta,“ segir Andri Hrafn Agnarsson, sem komst að því í haust eftir rannsóknir að hann er ófrjór. Hann sagði sögu sína í Íslandi í dag fyrir jólin og fékk gríðarleg viðbrögð í kjölfarið. "Ég fór fyrst og fremst í þetta viðtal vegna þess að ég vildi hvetja fólk sem er í þessum sporum áfram og til að koma út úr skápnum með þetta. Þannig leið okkur, þó ég viti ekki hvernig það er að koma út úr skápnum þá fannst mér svolítið eins og það væri það sem ég væri að gera með þessu,“ segir Andri. Hann segir að fyrst eftir að hann og Sara Petra, kærasta hans, fengu fréttirnar hafi hann skammast sín svakalega mikið. "Í mínu tilfelli var það af því að mér fannst ég vera misheppnaður. Mér fannst karlmennskan í mér horfin.“ Hann hafi orðið þungur í skapinu og liðið mjög illa. Hann hafi orðið kvíðinn og forðast að tala við fólk af því að hann nennti ekki að láta eins og allt væri í lagi þegar líf hans hefði breyst svona mikið. "Það er í raun alveg fáránlegt að maður skammist sín fyrir svona lagað, af því að maður fæðist svona og getur ekkert að þessu gert. En ég skil það samt svo vel, mér leið svona sjálfum en ég ákvað bara að snúa þessu við.“Varð að breyta hugarfarinu Andri hafði þá haft orð á því við Söru að hann þyldi ekki hvernig ófrjósemin hefði breytt honum. "Eftir nokkurn tíma fór ég loksins að opna augun og ég tók einfalda ákvörðun. Ég vissi að ég gæti ekkert gert í þeim aðstæðum sem ég var lentur í en ég hafði fulla stjórn á því hvernig ég tækist á við þessi vandamál. Ég einfaldlega yrði að breyta um hugarfar. Ég gat legið heima hjá mér áfram og haldið áfram að vorkenna mér eða snúið þessum aðstæðum upp í eitthvað tækifæri.“ Hann setti sér því þrjú markmið. Að hjálpa fólki í sömu stöðu með því að koma opinberlega fram, að vekja fólk til umhugsunar um hversu erfitt er fyrir fólk að fá fréttir um ófrjósemi og að vekja stjórnvöld til umhugsunar um fyrirkomulag á niðurgreiðslum til tæknifrjóvgana.Ekki mesti vandinn í heiminum "Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég á ekki við mesta vandann að stríða í heiminum, margir hafa það miklu verra. En mér finnst þetta mál samt þurfa svolitla athygli og mér finnst þurfa að opna á þessa umræðu svo fólk komi út með þetta.“ Andri segist ekki vilja vera of pólitískur, en hann er ósáttur við þær breytingar að fyrstu tæknifrjóvganir séu ekki lengur niðurgreiddar af ríkinu. "Opinberar tölur sýna að fimmtán prósent para þurfa á einhvers konar aðstoð að halda við að eignast börn. Það er mjög há tala.“ Því séu allar líkur á því að flestir þekki einhvern sem þurfi á hjálp að halda við að eignast börn, en viti ekki endilega af því vegna þess að fólk haldi ófrjóseminni leyndri.Ótrúleg viðbrögð við viðtali "Eftir að viðtalið birtist við mig í Íslandi í dag fór gjörsamlega allt af stað. Fyrir utan stuðning frá fjölskyldu og vinum þá hefur þvílíkur fjöldi fólks sem við þekkjum og sem við þekkjum ekki neitt skrifað mér og Söru á Facebook, og meira að segja fékk ég símtal frá manni utan af landi sem ég þekki ekkert. Flestir eru í sömu sporum og við eða þekkja einhvern í okkar sporum. Fólk hefur þakkað okkur fyrir að stíga fram og vekja athygli á málinu og einnig deilt með okkur sinni sögu, sem margar hverjar voru átakanlegar að lesa.“ Andri segist því vilja nota tækifærið og þakka öllum sem hafa sýnt þeim stuðning. Hér á sjónvarpssíðu Vísis er hægt að sjá viðtalið við Andra úr Íslandi í dag. Fyrst eftir að þau fengu fréttirnar hugsaði Andri oft um að slíta sambandinu við Söru til að hún hefði tækifæri til að eignast fjölskyldu með öðrum manni. Nú eru þau ákveðin í því að eignast sína eigin fjölskyldu með öðrum leiðum en hinni hefðbundnu. Fréttablaðið/GVA Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
"Ég einsetti mér að reyna að hjálpa fólki að hætta að skammast sín fyrir þetta,“ segir Andri Hrafn Agnarsson, sem komst að því í haust eftir rannsóknir að hann er ófrjór. Hann sagði sögu sína í Íslandi í dag fyrir jólin og fékk gríðarleg viðbrögð í kjölfarið. "Ég fór fyrst og fremst í þetta viðtal vegna þess að ég vildi hvetja fólk sem er í þessum sporum áfram og til að koma út úr skápnum með þetta. Þannig leið okkur, þó ég viti ekki hvernig það er að koma út úr skápnum þá fannst mér svolítið eins og það væri það sem ég væri að gera með þessu,“ segir Andri. Hann segir að fyrst eftir að hann og Sara Petra, kærasta hans, fengu fréttirnar hafi hann skammast sín svakalega mikið. "Í mínu tilfelli var það af því að mér fannst ég vera misheppnaður. Mér fannst karlmennskan í mér horfin.“ Hann hafi orðið þungur í skapinu og liðið mjög illa. Hann hafi orðið kvíðinn og forðast að tala við fólk af því að hann nennti ekki að láta eins og allt væri í lagi þegar líf hans hefði breyst svona mikið. "Það er í raun alveg fáránlegt að maður skammist sín fyrir svona lagað, af því að maður fæðist svona og getur ekkert að þessu gert. En ég skil það samt svo vel, mér leið svona sjálfum en ég ákvað bara að snúa þessu við.“Varð að breyta hugarfarinu Andri hafði þá haft orð á því við Söru að hann þyldi ekki hvernig ófrjósemin hefði breytt honum. "Eftir nokkurn tíma fór ég loksins að opna augun og ég tók einfalda ákvörðun. Ég vissi að ég gæti ekkert gert í þeim aðstæðum sem ég var lentur í en ég hafði fulla stjórn á því hvernig ég tækist á við þessi vandamál. Ég einfaldlega yrði að breyta um hugarfar. Ég gat legið heima hjá mér áfram og haldið áfram að vorkenna mér eða snúið þessum aðstæðum upp í eitthvað tækifæri.“ Hann setti sér því þrjú markmið. Að hjálpa fólki í sömu stöðu með því að koma opinberlega fram, að vekja fólk til umhugsunar um hversu erfitt er fyrir fólk að fá fréttir um ófrjósemi og að vekja stjórnvöld til umhugsunar um fyrirkomulag á niðurgreiðslum til tæknifrjóvgana.Ekki mesti vandinn í heiminum "Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég á ekki við mesta vandann að stríða í heiminum, margir hafa það miklu verra. En mér finnst þetta mál samt þurfa svolitla athygli og mér finnst þurfa að opna á þessa umræðu svo fólk komi út með þetta.“ Andri segist ekki vilja vera of pólitískur, en hann er ósáttur við þær breytingar að fyrstu tæknifrjóvganir séu ekki lengur niðurgreiddar af ríkinu. "Opinberar tölur sýna að fimmtán prósent para þurfa á einhvers konar aðstoð að halda við að eignast börn. Það er mjög há tala.“ Því séu allar líkur á því að flestir þekki einhvern sem þurfi á hjálp að halda við að eignast börn, en viti ekki endilega af því vegna þess að fólk haldi ófrjóseminni leyndri.Ótrúleg viðbrögð við viðtali "Eftir að viðtalið birtist við mig í Íslandi í dag fór gjörsamlega allt af stað. Fyrir utan stuðning frá fjölskyldu og vinum þá hefur þvílíkur fjöldi fólks sem við þekkjum og sem við þekkjum ekki neitt skrifað mér og Söru á Facebook, og meira að segja fékk ég símtal frá manni utan af landi sem ég þekki ekkert. Flestir eru í sömu sporum og við eða þekkja einhvern í okkar sporum. Fólk hefur þakkað okkur fyrir að stíga fram og vekja athygli á málinu og einnig deilt með okkur sinni sögu, sem margar hverjar voru átakanlegar að lesa.“ Andri segist því vilja nota tækifærið og þakka öllum sem hafa sýnt þeim stuðning. Hér á sjónvarpssíðu Vísis er hægt að sjá viðtalið við Andra úr Íslandi í dag. Fyrst eftir að þau fengu fréttirnar hugsaði Andri oft um að slíta sambandinu við Söru til að hún hefði tækifæri til að eignast fjölskyldu með öðrum manni. Nú eru þau ákveðin í því að eignast sína eigin fjölskyldu með öðrum leiðum en hinni hefðbundnu. Fréttablaðið/GVA
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira