Enski boltinn

Rooney þarf ást og væntumþykju

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Michael Owen telur sig vita vandamálið sem hefur verið að hrjá Wayne Rooney, leikmann Manchester United, að undanförnu.

Rooney fór fram á sölu frá félaginu undir lok síðustu leiktíðar og var settur úr liðinu í síðustu leikjum Alex Ferguson knattspyrnustjóra.

Enn er óvíst hvort að Rooney verði áfram hjá United en hann hefur verið orðaður við nokkur félög í sumar.

Owen spilaði með Rooney í bæði United og enska landsliðinu. „Ég held að þetta sé ekki síðasta tækifæri hans til að fá stór félagaskipti í gegn fyrir sig, enda er ekkert lið stærra en Manchester United,“ sagði Owen.

„Þetta snýst frekar um hvort að hann finni fyrir því að hans sé óskað hjá félaginu. Hvort hann sé elskaður og dáður. Hann vill vera aðalmaðurinn og helsti markaskorari liðsins. Um þetta snýst málið í grunninn.“

Owen segir að koma Robin van Persie til United síðastliðið sumar hafi sett Rooney úr jafnvægi.

„Sjálfstraustið fékk smá skell hjá honum. Ég tel að hann vilji vera áfram hjá United og vera aðalmaðurinn. Af hverju ætti hann að vilja fara eitthvað annað?“

David Moyes er ný stjóri Manchester United og líklegt að hann vilji halda Rooney í herbúðum félagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.