Peterson leikmaður ársins í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2013 10:00 Adrian Peterson. Myndir / AP Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. Peterson átti ótrúlegt ár, sérstaklega miðað við að hann sleit krossband í hné í desember á síðasta ári. Hann náði ótrúlega skjótum bata og var kominn á fullt þegar að nýtt tímabil hófst í haust. Peterson hljóp með boltann alls 2097 jarda á tímabiilnu og var aðeins níu jördum frá því að bæta met Eric Dickerson. Peterson var einnig sóknarleikmaður ársins. Minnesota féll úr leik í úrslitakeppninni og því verður Peterson ekki með þegar að úrslitaleikur deildarinnar, Superbowl, fer fram í kvöld. Þar mætast Baltimore og San Francisco. „Markmiðið var að komast í Superbowl. Það tókst ekki, því miður. En ég náði að bæta við nokkrum styttum í safnið mitt. Það er gott," sagði Peterson. Hin svokölluðu „Comeback-verðlaun" ársins féllu í skaut Peyton Manning, leikstjórnanda Denver Broncos. Hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla en Broncos náði besta árangri alla liða í deildakeppninni í ár. JJ Watt, varnartröll hjá Houston, var valinn varnarleikmaður ársins. „Ég get enn bætt mig mikið. Ég er aðeins 23 ára gamall." Robert Griffin þriðji, leikstjórnandi Washington, átti frábært tímabil og var valinn besti sóknarnýliði ársins. Það er sárabót fyrir Griffin sem sleit krossband í hné í úrslitakeppninni og verður því frá langt fram á næsta haust. Þjálfari ársins var valinn Bruce Arians en hann tók við Indianapolis þegar að þjálfarinn Chuck Pagano greindist með hvítblæði. Undir stjórn Arians náði Indianapolis frábærum árangri en Pagano sneri aftur undir lok deildakeppninnar og tók aftur við liðinu. Indinapolis vann aðeins tvo leiki af sextán á síðasta tímabili en komst alla leið í úrslitakeppnina þetta tímabilið. Arians mun stýra liði Arizona Cardinals á næsta tímabili.Verðlaunahafar: Verðmætasti leikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti sóknarleikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti varnarleikmaðruinn: JJ Watt, Houston Texans Sóknarnýliði ársins: Robert Griffin þriðji, Washington Redskins Varnarnýliði ársins: Luke Kuechly, Carolina Panthers „Comeback"-leikmaður ársins: Peyton Manning, Denver Broncos Þjálfari ársins: Bruce Arians, Indianapolis Colts NFL Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. Peterson átti ótrúlegt ár, sérstaklega miðað við að hann sleit krossband í hné í desember á síðasta ári. Hann náði ótrúlega skjótum bata og var kominn á fullt þegar að nýtt tímabil hófst í haust. Peterson hljóp með boltann alls 2097 jarda á tímabiilnu og var aðeins níu jördum frá því að bæta met Eric Dickerson. Peterson var einnig sóknarleikmaður ársins. Minnesota féll úr leik í úrslitakeppninni og því verður Peterson ekki með þegar að úrslitaleikur deildarinnar, Superbowl, fer fram í kvöld. Þar mætast Baltimore og San Francisco. „Markmiðið var að komast í Superbowl. Það tókst ekki, því miður. En ég náði að bæta við nokkrum styttum í safnið mitt. Það er gott," sagði Peterson. Hin svokölluðu „Comeback-verðlaun" ársins féllu í skaut Peyton Manning, leikstjórnanda Denver Broncos. Hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla en Broncos náði besta árangri alla liða í deildakeppninni í ár. JJ Watt, varnartröll hjá Houston, var valinn varnarleikmaður ársins. „Ég get enn bætt mig mikið. Ég er aðeins 23 ára gamall." Robert Griffin þriðji, leikstjórnandi Washington, átti frábært tímabil og var valinn besti sóknarnýliði ársins. Það er sárabót fyrir Griffin sem sleit krossband í hné í úrslitakeppninni og verður því frá langt fram á næsta haust. Þjálfari ársins var valinn Bruce Arians en hann tók við Indianapolis þegar að þjálfarinn Chuck Pagano greindist með hvítblæði. Undir stjórn Arians náði Indianapolis frábærum árangri en Pagano sneri aftur undir lok deildakeppninnar og tók aftur við liðinu. Indinapolis vann aðeins tvo leiki af sextán á síðasta tímabili en komst alla leið í úrslitakeppnina þetta tímabilið. Arians mun stýra liði Arizona Cardinals á næsta tímabili.Verðlaunahafar: Verðmætasti leikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti sóknarleikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti varnarleikmaðruinn: JJ Watt, Houston Texans Sóknarnýliði ársins: Robert Griffin þriðji, Washington Redskins Varnarnýliði ársins: Luke Kuechly, Carolina Panthers „Comeback"-leikmaður ársins: Peyton Manning, Denver Broncos Þjálfari ársins: Bruce Arians, Indianapolis Colts
NFL Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira