Peterson leikmaður ársins í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2013 10:00 Adrian Peterson. Myndir / AP Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. Peterson átti ótrúlegt ár, sérstaklega miðað við að hann sleit krossband í hné í desember á síðasta ári. Hann náði ótrúlega skjótum bata og var kominn á fullt þegar að nýtt tímabil hófst í haust. Peterson hljóp með boltann alls 2097 jarda á tímabiilnu og var aðeins níu jördum frá því að bæta met Eric Dickerson. Peterson var einnig sóknarleikmaður ársins. Minnesota féll úr leik í úrslitakeppninni og því verður Peterson ekki með þegar að úrslitaleikur deildarinnar, Superbowl, fer fram í kvöld. Þar mætast Baltimore og San Francisco. „Markmiðið var að komast í Superbowl. Það tókst ekki, því miður. En ég náði að bæta við nokkrum styttum í safnið mitt. Það er gott," sagði Peterson. Hin svokölluðu „Comeback-verðlaun" ársins féllu í skaut Peyton Manning, leikstjórnanda Denver Broncos. Hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla en Broncos náði besta árangri alla liða í deildakeppninni í ár. JJ Watt, varnartröll hjá Houston, var valinn varnarleikmaður ársins. „Ég get enn bætt mig mikið. Ég er aðeins 23 ára gamall." Robert Griffin þriðji, leikstjórnandi Washington, átti frábært tímabil og var valinn besti sóknarnýliði ársins. Það er sárabót fyrir Griffin sem sleit krossband í hné í úrslitakeppninni og verður því frá langt fram á næsta haust. Þjálfari ársins var valinn Bruce Arians en hann tók við Indianapolis þegar að þjálfarinn Chuck Pagano greindist með hvítblæði. Undir stjórn Arians náði Indianapolis frábærum árangri en Pagano sneri aftur undir lok deildakeppninnar og tók aftur við liðinu. Indinapolis vann aðeins tvo leiki af sextán á síðasta tímabili en komst alla leið í úrslitakeppnina þetta tímabilið. Arians mun stýra liði Arizona Cardinals á næsta tímabili.Verðlaunahafar: Verðmætasti leikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti sóknarleikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti varnarleikmaðruinn: JJ Watt, Houston Texans Sóknarnýliði ársins: Robert Griffin þriðji, Washington Redskins Varnarnýliði ársins: Luke Kuechly, Carolina Panthers „Comeback"-leikmaður ársins: Peyton Manning, Denver Broncos Þjálfari ársins: Bruce Arians, Indianapolis Colts NFL Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. Peterson átti ótrúlegt ár, sérstaklega miðað við að hann sleit krossband í hné í desember á síðasta ári. Hann náði ótrúlega skjótum bata og var kominn á fullt þegar að nýtt tímabil hófst í haust. Peterson hljóp með boltann alls 2097 jarda á tímabiilnu og var aðeins níu jördum frá því að bæta met Eric Dickerson. Peterson var einnig sóknarleikmaður ársins. Minnesota féll úr leik í úrslitakeppninni og því verður Peterson ekki með þegar að úrslitaleikur deildarinnar, Superbowl, fer fram í kvöld. Þar mætast Baltimore og San Francisco. „Markmiðið var að komast í Superbowl. Það tókst ekki, því miður. En ég náði að bæta við nokkrum styttum í safnið mitt. Það er gott," sagði Peterson. Hin svokölluðu „Comeback-verðlaun" ársins féllu í skaut Peyton Manning, leikstjórnanda Denver Broncos. Hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla en Broncos náði besta árangri alla liða í deildakeppninni í ár. JJ Watt, varnartröll hjá Houston, var valinn varnarleikmaður ársins. „Ég get enn bætt mig mikið. Ég er aðeins 23 ára gamall." Robert Griffin þriðji, leikstjórnandi Washington, átti frábært tímabil og var valinn besti sóknarnýliði ársins. Það er sárabót fyrir Griffin sem sleit krossband í hné í úrslitakeppninni og verður því frá langt fram á næsta haust. Þjálfari ársins var valinn Bruce Arians en hann tók við Indianapolis þegar að þjálfarinn Chuck Pagano greindist með hvítblæði. Undir stjórn Arians náði Indianapolis frábærum árangri en Pagano sneri aftur undir lok deildakeppninnar og tók aftur við liðinu. Indinapolis vann aðeins tvo leiki af sextán á síðasta tímabili en komst alla leið í úrslitakeppnina þetta tímabilið. Arians mun stýra liði Arizona Cardinals á næsta tímabili.Verðlaunahafar: Verðmætasti leikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti sóknarleikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti varnarleikmaðruinn: JJ Watt, Houston Texans Sóknarnýliði ársins: Robert Griffin þriðji, Washington Redskins Varnarnýliði ársins: Luke Kuechly, Carolina Panthers „Comeback"-leikmaður ársins: Peyton Manning, Denver Broncos Þjálfari ársins: Bruce Arians, Indianapolis Colts
NFL Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira