Vatnajökull undir nánara eftirliti en áður Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júní 2013 18:30 Hægt verður að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður eftir að tveimur nýjum jarðskjálftamælum var komið þar fyrir í vikunni. Nýtt lón sem myndaðist eftir Grímsvatnagosið fyrir tveimur árum vakti athygli leiðangursmanna á jöklinum. Hópur vísindamanna og sjálfboðliða lagði leið sína að Grímsvötnum í vikunni þegar Jöklarannsóknarfélag Íslands fór í árlega vorferð sína. Með í för var Ómar Ragnarsson sjónvars- og kvikmyndagerðarmaður sem tók þessar myndir sem hér sjást. Ómar vinnur að gerð heimildamyndar um Grímsvötn en hann hefur tekið myndir af öllum Grímsvatnagosum frá árinu 1983. Ferðalangarnir komu sér fyrst fyrir í skála á Grímsfjalli sem er í rúmlega 1700 metra hæð. Síðan var farið á snjóbílum og vélsleðum að Grímsvötnum. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að setja upp tvo nýja jarðskjálftamæla á jökulsker á Vatnajökli en Veðurstofan setti mælana upp. Alls eru nú fjórir mælar á jöklinum. „Það er verið að setja út nýja skjálftamæla og síritandi GPS tæki á jökulsker til þess að fylgjast betur með eldfjöllunum hérna í jöklinum Grímsvötnum, Öræfajökli og Bárðarbungu og það hefur gengið bara nokkuð vel,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Með mælunum verður hægt að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður. Þá verður hægt að fylgjast nánar með aðdraganda eldgosa og jafnvel hægt að segja fyrr til um væntanleg gos. Mælarnir auðvelda líka eftirlit með jökulhlaupum. Í Grímsvatnargosinu fyrir tveimur árum myndaðist stór ketill sem stækkað hefur töluvert frá því vísindamenn voru þar síðasta á ferðinni fyrir um ári. Vatn hefur safnast þar fyrir og er þar nú stórt lón sem er einn og hálfur kílómetri að lengd. Lónið er einstakt en þar blandast saman vatn, ís og aska sem lítur út eins og kaffikorgur á hvítum ísnum. Hitastig lónsins er að mestu rétt um frostmark eða ein til tvær gráður. Á ákveðnu svæði nær þó hitinn 50 gráðum. Ísleifur Friðriksson einn leiðangursmanna er mikill sundáhugamaður og fékk hann sér smá sprett í lóninu. Hann lét vel af þrátt fyrir kuldann. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Hægt verður að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður eftir að tveimur nýjum jarðskjálftamælum var komið þar fyrir í vikunni. Nýtt lón sem myndaðist eftir Grímsvatnagosið fyrir tveimur árum vakti athygli leiðangursmanna á jöklinum. Hópur vísindamanna og sjálfboðliða lagði leið sína að Grímsvötnum í vikunni þegar Jöklarannsóknarfélag Íslands fór í árlega vorferð sína. Með í för var Ómar Ragnarsson sjónvars- og kvikmyndagerðarmaður sem tók þessar myndir sem hér sjást. Ómar vinnur að gerð heimildamyndar um Grímsvötn en hann hefur tekið myndir af öllum Grímsvatnagosum frá árinu 1983. Ferðalangarnir komu sér fyrst fyrir í skála á Grímsfjalli sem er í rúmlega 1700 metra hæð. Síðan var farið á snjóbílum og vélsleðum að Grímsvötnum. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að setja upp tvo nýja jarðskjálftamæla á jökulsker á Vatnajökli en Veðurstofan setti mælana upp. Alls eru nú fjórir mælar á jöklinum. „Það er verið að setja út nýja skjálftamæla og síritandi GPS tæki á jökulsker til þess að fylgjast betur með eldfjöllunum hérna í jöklinum Grímsvötnum, Öræfajökli og Bárðarbungu og það hefur gengið bara nokkuð vel,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Með mælunum verður hægt að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður. Þá verður hægt að fylgjast nánar með aðdraganda eldgosa og jafnvel hægt að segja fyrr til um væntanleg gos. Mælarnir auðvelda líka eftirlit með jökulhlaupum. Í Grímsvatnargosinu fyrir tveimur árum myndaðist stór ketill sem stækkað hefur töluvert frá því vísindamenn voru þar síðasta á ferðinni fyrir um ári. Vatn hefur safnast þar fyrir og er þar nú stórt lón sem er einn og hálfur kílómetri að lengd. Lónið er einstakt en þar blandast saman vatn, ís og aska sem lítur út eins og kaffikorgur á hvítum ísnum. Hitastig lónsins er að mestu rétt um frostmark eða ein til tvær gráður. Á ákveðnu svæði nær þó hitinn 50 gráðum. Ísleifur Friðriksson einn leiðangursmanna er mikill sundáhugamaður og fékk hann sér smá sprett í lóninu. Hann lét vel af þrátt fyrir kuldann.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira