Fótbolti

Kolbeinn innsiglaði bikarsigur Ajax

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Kolbeinn Sigþórsson skoraði fjórða og síðasta mark Ajax í kvöld þegar liðið sló d-deildarliðið ASWH úr úr 32 liða úrslitum hollenska bikarsins. Ajax vann leikinn 4-1.

Kolbeinn kom inn á sem varamaður á 67. mínútu í stöðunni 3-1 og aðeins fjórum mínútum síðar innsiglaði íslenski landsliðsframherjinn sigurinn.

Viktor Fischer, Danny Hoesen og Siem de Jong skoruðu hin mörkin hjá Ajax sem komu öll í fyrri hálfleiknum.

Þetta var áttunda mark Kolbeins fyrir Ajaz á tímabilinu en hann er búinn að skora 6 mörk í deildinni og 1 í meistarakeppninni. Hann hefur síðan líka skorað fimm mörk fyrir íslenska landsliðið í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×