Dauft yfir íslensku efnahagslífi Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 29. október 2013 19:04 Samkvæmt nýrri hagspá Alþýðusambands Íslands er dauft yfir íslensku efnahagslífi. Hagvöxtur verður lítill á næstunni og ekki næst að vinna bug á atvinnuleysi eða ná sama kaupmætti og fyrir hrun. Hagdeild Alþýðusambandsins spáir 1,7 prósenta hagvexti í ár, litlu meiri hagvexti á næsta ári eða 2,2 prósentum og árið 2015 gerir spáin ráð fyrir 2,5 prósenta hagvexti. „Við erum að spá svona ákveðnum doða í efnahagslífinu og það er hætta á stöðnun. Stóra vandamálið er að það eru allt of litlar fjárfestingar framundan,“ segir Ólafur Darri. Gert er ráð fyrr að fjárfestingar dragist saman um tæp 9 prósent á þessu ári, en vaxi um 14 prósent á næsta ári og um rúm 16 prósent árið 2015. Skýrist þróunin að mestu af minni fjárfestingu atvinnuveganna en ekki er gert ráð fyrir að byggt verði álver í Helguvík á spátímanum. Hins vegar er gert ráð fyrir framkvæmdum á Bakka við Húsavík , einnig við fangelsi á Hólmsheiði, Vaðlaheiðargöng, Norðfjarðargöng auk almennra samgöngu mannvirkja. Ólafur Darri segir að stjórnvöld verði að skýra marga þætti í efnahagslífinu svo sem hvað felist í róttækustu aðgerðum í þágu skuldsettra heimila í heiminum. Staða á vinnumarkaði hefur batnað töluvert þó er ekki búist við mikilli hjöðnun atvinnuleysis á tímabilinu. Ljósu punktarnir eru að skuldastaða heimilanna hefur batnað og dregið hefur úr skuldavandanum. Bætt staða á vinnumarkaði og aukinn kaupmáttur munu leiða til þess að einkaneysla eykst. Síðustu fjögur ár hafi samneyslan dregist saman nú séu horfur á hægum viðsnúningi en erfið fjárhagsstaða ríkis og sveitarfélaga setji vextinum mörk. Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Samkvæmt nýrri hagspá Alþýðusambands Íslands er dauft yfir íslensku efnahagslífi. Hagvöxtur verður lítill á næstunni og ekki næst að vinna bug á atvinnuleysi eða ná sama kaupmætti og fyrir hrun. Hagdeild Alþýðusambandsins spáir 1,7 prósenta hagvexti í ár, litlu meiri hagvexti á næsta ári eða 2,2 prósentum og árið 2015 gerir spáin ráð fyrir 2,5 prósenta hagvexti. „Við erum að spá svona ákveðnum doða í efnahagslífinu og það er hætta á stöðnun. Stóra vandamálið er að það eru allt of litlar fjárfestingar framundan,“ segir Ólafur Darri. Gert er ráð fyrr að fjárfestingar dragist saman um tæp 9 prósent á þessu ári, en vaxi um 14 prósent á næsta ári og um rúm 16 prósent árið 2015. Skýrist þróunin að mestu af minni fjárfestingu atvinnuveganna en ekki er gert ráð fyrir að byggt verði álver í Helguvík á spátímanum. Hins vegar er gert ráð fyrir framkvæmdum á Bakka við Húsavík , einnig við fangelsi á Hólmsheiði, Vaðlaheiðargöng, Norðfjarðargöng auk almennra samgöngu mannvirkja. Ólafur Darri segir að stjórnvöld verði að skýra marga þætti í efnahagslífinu svo sem hvað felist í róttækustu aðgerðum í þágu skuldsettra heimila í heiminum. Staða á vinnumarkaði hefur batnað töluvert þó er ekki búist við mikilli hjöðnun atvinnuleysis á tímabilinu. Ljósu punktarnir eru að skuldastaða heimilanna hefur batnað og dregið hefur úr skuldavandanum. Bætt staða á vinnumarkaði og aukinn kaupmáttur munu leiða til þess að einkaneysla eykst. Síðustu fjögur ár hafi samneyslan dregist saman nú séu horfur á hægum viðsnúningi en erfið fjárhagsstaða ríkis og sveitarfélaga setji vextinum mörk.
Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent