Ósáttir útskriftarnemar: Klósettin láku og maturinn var ógeðslegur Kristján Hjálmarsson skrifar 26. ágúst 2013 15:00 „Flest klósettin láku eða voru stífluð. Greyin voru búin að borga 175 þúsund krónur á mann fyrir ferðina og það átti allt að vera innifalið,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir. Sonur Önnu Þóru var einn af 200 útskriftarnemum úr Menntaskólanum í Reykjavík sem fór í tíu daga útskriftarferð til Krítar á vegum Heimsferða.Eins og fram hefur komið gekk ferðin ekki alveg eins og skildi þar sem flugvél á vegum Heimsferða bilaði með þeim afleiðingum að nemendurnir þurftu að dvelja auka nótt í Grikklandi. Að sögn Önnu Þóru var seinkunin þó ekki það eina sem fór úrskeiðis.Herbergin voru ekki upp á marga fiska.„Upphaflega áttu þau að gista á fjögurra stjörnu hóteli og það átti allt að vera innifalið. Síðan breyttust þær áætlanir eitthvað og þau voru látin gista á öðru hóteli,“ útskýrir Anna Þóra. „Starfsfólkið á því hóteli sagði krökkunum að það hefði í raun verið búið að leggja hótelið niður en það hefði verið opnað og græjað sérstaklega fyrir þau.“ Af myndunum að dæma er um eitthvað allt annað en um fjögurra stjörnu hótel að ræða. „Flest klósettin láku eða voru stífluð. Á þeim tíu dögum sem þau voru þarna kom einu sinni volgt vatn úr sturtunni hjá syni mínum. Einn sem var í ferðinni drakk fimmtán bjóra í röð, bara til að prófa, en fann aldrei neitt á sér svo þetta hefur sennilega verið útþynntur pilsner,“ segir Anna Þóra. „Maturinn var líka ógeðslegur og það var ekki einu sinni kaffi í boði.“Flest klósettin láku eða voru stífluð.Hún segir að krakkarnir hafi reynt að gera það besta úr þessu. „En ég er búin að tala við fullt af foreldrum og það eru allir brjálaðir,“ segir Anna Þóra. „Krakkarnir skemmtu sér samt vel og gerðu bara það besta úr þessu,“ segir Anna Þóra sem þegar er búin að hafa samband við Heimsferðir. Starfsfólkið sagði að í raun væri búið að leggja hótelið niður.Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að útskriftarhópurinn úr MR hafi ekki keypt ferð með gistingu á fjögurra stjörnu hóteli. Það sé misskilningur. Til hafi staðið að þau myndu gista í íbúðum sem eru byggðar við fjögurra stjörnu hótel. „Við sendum síðan fólk út til að skoða íbúðirnar og þeim leist ekki nógu vel á þær,“ segir Tómas. Því hafi verið gengið í það að útvega annað hótel, með einföldum herbergjum, svo krakkarnir gætu allir gist á sama stað. Það hótel sé þó ekki í almennri sölu hjá Heimsferðum. „Við sáum myndir af hótelinu en svo virðist vera sem það hafi ekki verið búið að endurnýja öll baðherbergin eins og til stóð,“ segir Tómas sem segist ekki vita betur en að allt hafi að öðru leyti gengið vel úti.Krakkarnir voru óánægðir með matinn.„Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri óánægju með matinn eða að það hafi ekki verið hiti á sturtunum,“ segir Tómas sem hittir fararstjórann sem var úti á Krít á morgun og mun þá fara betur yfir málið. „Við vorum í sambandi við fararstjórana þrjá sem voru úti og þeir sögðu að þetta hefði gengið ágætlega fyrir sig. Það er líka alltaf fjör í kringum skólahópa eins og gengur. En ég heyri ekki annað á krökkunum en að þau hafi verið ánægð.“Myndir fyrir utan hótelið.Klósettið á ströndinni hjá hótelinu. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
„Flest klósettin láku eða voru stífluð. Greyin voru búin að borga 175 þúsund krónur á mann fyrir ferðina og það átti allt að vera innifalið,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir. Sonur Önnu Þóru var einn af 200 útskriftarnemum úr Menntaskólanum í Reykjavík sem fór í tíu daga útskriftarferð til Krítar á vegum Heimsferða.Eins og fram hefur komið gekk ferðin ekki alveg eins og skildi þar sem flugvél á vegum Heimsferða bilaði með þeim afleiðingum að nemendurnir þurftu að dvelja auka nótt í Grikklandi. Að sögn Önnu Þóru var seinkunin þó ekki það eina sem fór úrskeiðis.Herbergin voru ekki upp á marga fiska.„Upphaflega áttu þau að gista á fjögurra stjörnu hóteli og það átti allt að vera innifalið. Síðan breyttust þær áætlanir eitthvað og þau voru látin gista á öðru hóteli,“ útskýrir Anna Þóra. „Starfsfólkið á því hóteli sagði krökkunum að það hefði í raun verið búið að leggja hótelið niður en það hefði verið opnað og græjað sérstaklega fyrir þau.“ Af myndunum að dæma er um eitthvað allt annað en um fjögurra stjörnu hótel að ræða. „Flest klósettin láku eða voru stífluð. Á þeim tíu dögum sem þau voru þarna kom einu sinni volgt vatn úr sturtunni hjá syni mínum. Einn sem var í ferðinni drakk fimmtán bjóra í röð, bara til að prófa, en fann aldrei neitt á sér svo þetta hefur sennilega verið útþynntur pilsner,“ segir Anna Þóra. „Maturinn var líka ógeðslegur og það var ekki einu sinni kaffi í boði.“Flest klósettin láku eða voru stífluð.Hún segir að krakkarnir hafi reynt að gera það besta úr þessu. „En ég er búin að tala við fullt af foreldrum og það eru allir brjálaðir,“ segir Anna Þóra. „Krakkarnir skemmtu sér samt vel og gerðu bara það besta úr þessu,“ segir Anna Þóra sem þegar er búin að hafa samband við Heimsferðir. Starfsfólkið sagði að í raun væri búið að leggja hótelið niður.Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að útskriftarhópurinn úr MR hafi ekki keypt ferð með gistingu á fjögurra stjörnu hóteli. Það sé misskilningur. Til hafi staðið að þau myndu gista í íbúðum sem eru byggðar við fjögurra stjörnu hótel. „Við sendum síðan fólk út til að skoða íbúðirnar og þeim leist ekki nógu vel á þær,“ segir Tómas. Því hafi verið gengið í það að útvega annað hótel, með einföldum herbergjum, svo krakkarnir gætu allir gist á sama stað. Það hótel sé þó ekki í almennri sölu hjá Heimsferðum. „Við sáum myndir af hótelinu en svo virðist vera sem það hafi ekki verið búið að endurnýja öll baðherbergin eins og til stóð,“ segir Tómas sem segist ekki vita betur en að allt hafi að öðru leyti gengið vel úti.Krakkarnir voru óánægðir með matinn.„Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri óánægju með matinn eða að það hafi ekki verið hiti á sturtunum,“ segir Tómas sem hittir fararstjórann sem var úti á Krít á morgun og mun þá fara betur yfir málið. „Við vorum í sambandi við fararstjórana þrjá sem voru úti og þeir sögðu að þetta hefði gengið ágætlega fyrir sig. Það er líka alltaf fjör í kringum skólahópa eins og gengur. En ég heyri ekki annað á krökkunum en að þau hafi verið ánægð.“Myndir fyrir utan hótelið.Klósettið á ströndinni hjá hótelinu.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira