Ósáttir útskriftarnemar: Klósettin láku og maturinn var ógeðslegur Kristján Hjálmarsson skrifar 26. ágúst 2013 15:00 „Flest klósettin láku eða voru stífluð. Greyin voru búin að borga 175 þúsund krónur á mann fyrir ferðina og það átti allt að vera innifalið,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir. Sonur Önnu Þóru var einn af 200 útskriftarnemum úr Menntaskólanum í Reykjavík sem fór í tíu daga útskriftarferð til Krítar á vegum Heimsferða.Eins og fram hefur komið gekk ferðin ekki alveg eins og skildi þar sem flugvél á vegum Heimsferða bilaði með þeim afleiðingum að nemendurnir þurftu að dvelja auka nótt í Grikklandi. Að sögn Önnu Þóru var seinkunin þó ekki það eina sem fór úrskeiðis.Herbergin voru ekki upp á marga fiska.„Upphaflega áttu þau að gista á fjögurra stjörnu hóteli og það átti allt að vera innifalið. Síðan breyttust þær áætlanir eitthvað og þau voru látin gista á öðru hóteli,“ útskýrir Anna Þóra. „Starfsfólkið á því hóteli sagði krökkunum að það hefði í raun verið búið að leggja hótelið niður en það hefði verið opnað og græjað sérstaklega fyrir þau.“ Af myndunum að dæma er um eitthvað allt annað en um fjögurra stjörnu hótel að ræða. „Flest klósettin láku eða voru stífluð. Á þeim tíu dögum sem þau voru þarna kom einu sinni volgt vatn úr sturtunni hjá syni mínum. Einn sem var í ferðinni drakk fimmtán bjóra í röð, bara til að prófa, en fann aldrei neitt á sér svo þetta hefur sennilega verið útþynntur pilsner,“ segir Anna Þóra. „Maturinn var líka ógeðslegur og það var ekki einu sinni kaffi í boði.“Flest klósettin láku eða voru stífluð.Hún segir að krakkarnir hafi reynt að gera það besta úr þessu. „En ég er búin að tala við fullt af foreldrum og það eru allir brjálaðir,“ segir Anna Þóra. „Krakkarnir skemmtu sér samt vel og gerðu bara það besta úr þessu,“ segir Anna Þóra sem þegar er búin að hafa samband við Heimsferðir. Starfsfólkið sagði að í raun væri búið að leggja hótelið niður.Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að útskriftarhópurinn úr MR hafi ekki keypt ferð með gistingu á fjögurra stjörnu hóteli. Það sé misskilningur. Til hafi staðið að þau myndu gista í íbúðum sem eru byggðar við fjögurra stjörnu hótel. „Við sendum síðan fólk út til að skoða íbúðirnar og þeim leist ekki nógu vel á þær,“ segir Tómas. Því hafi verið gengið í það að útvega annað hótel, með einföldum herbergjum, svo krakkarnir gætu allir gist á sama stað. Það hótel sé þó ekki í almennri sölu hjá Heimsferðum. „Við sáum myndir af hótelinu en svo virðist vera sem það hafi ekki verið búið að endurnýja öll baðherbergin eins og til stóð,“ segir Tómas sem segist ekki vita betur en að allt hafi að öðru leyti gengið vel úti.Krakkarnir voru óánægðir með matinn.„Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri óánægju með matinn eða að það hafi ekki verið hiti á sturtunum,“ segir Tómas sem hittir fararstjórann sem var úti á Krít á morgun og mun þá fara betur yfir málið. „Við vorum í sambandi við fararstjórana þrjá sem voru úti og þeir sögðu að þetta hefði gengið ágætlega fyrir sig. Það er líka alltaf fjör í kringum skólahópa eins og gengur. En ég heyri ekki annað á krökkunum en að þau hafi verið ánægð.“Myndir fyrir utan hótelið.Klósettið á ströndinni hjá hótelinu. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
„Flest klósettin láku eða voru stífluð. Greyin voru búin að borga 175 þúsund krónur á mann fyrir ferðina og það átti allt að vera innifalið,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir. Sonur Önnu Þóru var einn af 200 útskriftarnemum úr Menntaskólanum í Reykjavík sem fór í tíu daga útskriftarferð til Krítar á vegum Heimsferða.Eins og fram hefur komið gekk ferðin ekki alveg eins og skildi þar sem flugvél á vegum Heimsferða bilaði með þeim afleiðingum að nemendurnir þurftu að dvelja auka nótt í Grikklandi. Að sögn Önnu Þóru var seinkunin þó ekki það eina sem fór úrskeiðis.Herbergin voru ekki upp á marga fiska.„Upphaflega áttu þau að gista á fjögurra stjörnu hóteli og það átti allt að vera innifalið. Síðan breyttust þær áætlanir eitthvað og þau voru látin gista á öðru hóteli,“ útskýrir Anna Þóra. „Starfsfólkið á því hóteli sagði krökkunum að það hefði í raun verið búið að leggja hótelið niður en það hefði verið opnað og græjað sérstaklega fyrir þau.“ Af myndunum að dæma er um eitthvað allt annað en um fjögurra stjörnu hótel að ræða. „Flest klósettin láku eða voru stífluð. Á þeim tíu dögum sem þau voru þarna kom einu sinni volgt vatn úr sturtunni hjá syni mínum. Einn sem var í ferðinni drakk fimmtán bjóra í röð, bara til að prófa, en fann aldrei neitt á sér svo þetta hefur sennilega verið útþynntur pilsner,“ segir Anna Þóra. „Maturinn var líka ógeðslegur og það var ekki einu sinni kaffi í boði.“Flest klósettin láku eða voru stífluð.Hún segir að krakkarnir hafi reynt að gera það besta úr þessu. „En ég er búin að tala við fullt af foreldrum og það eru allir brjálaðir,“ segir Anna Þóra. „Krakkarnir skemmtu sér samt vel og gerðu bara það besta úr þessu,“ segir Anna Þóra sem þegar er búin að hafa samband við Heimsferðir. Starfsfólkið sagði að í raun væri búið að leggja hótelið niður.Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að útskriftarhópurinn úr MR hafi ekki keypt ferð með gistingu á fjögurra stjörnu hóteli. Það sé misskilningur. Til hafi staðið að þau myndu gista í íbúðum sem eru byggðar við fjögurra stjörnu hótel. „Við sendum síðan fólk út til að skoða íbúðirnar og þeim leist ekki nógu vel á þær,“ segir Tómas. Því hafi verið gengið í það að útvega annað hótel, með einföldum herbergjum, svo krakkarnir gætu allir gist á sama stað. Það hótel sé þó ekki í almennri sölu hjá Heimsferðum. „Við sáum myndir af hótelinu en svo virðist vera sem það hafi ekki verið búið að endurnýja öll baðherbergin eins og til stóð,“ segir Tómas sem segist ekki vita betur en að allt hafi að öðru leyti gengið vel úti.Krakkarnir voru óánægðir með matinn.„Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri óánægju með matinn eða að það hafi ekki verið hiti á sturtunum,“ segir Tómas sem hittir fararstjórann sem var úti á Krít á morgun og mun þá fara betur yfir málið. „Við vorum í sambandi við fararstjórana þrjá sem voru úti og þeir sögðu að þetta hefði gengið ágætlega fyrir sig. Það er líka alltaf fjör í kringum skólahópa eins og gengur. En ég heyri ekki annað á krökkunum en að þau hafi verið ánægð.“Myndir fyrir utan hótelið.Klósettið á ströndinni hjá hótelinu.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira