Fótbolti

Guðmundur Þórarinsson lagði upp mark í sigri Sarpsborg á Brann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson í leik með ÍBV í fyrra sumar.
Guðmundur Þórarinsson í leik með ÍBV í fyrra sumar. MYND/VILHELM
Sarpsborg vann frábæran sigur, 3-2, á Brann í norsku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Sarpsborg lagði upp eitt marka Sarpsborg í leiknum.

Amin Askar skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Brann eftir aðeins tveggja mínútna leik. Mohamed Elyounoussi jafnaði síðan fyrir heimamenn en það var Guðmundur Þórarinsson sem átti fína sendingu á Elyounoussi sem afgreiddi boltann í netið.

Sarpsborg gerði næstu tvö mörk leiksins en Brann náði að klóra í bakkann tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn í liði Sarpsborg en Þórarinn Valdimarsson kom inn á að bekknum tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn með Brann.

Sarpsborg er í 14. sæti deildarinnar en Brann í því sjöunda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×