Færri geta lesið sér til gagns Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. ágúst 2013 07:00 Skólahald hófst víðast hvar í grunnskólum í gær. Hér hlýða nemendur í Hlíðaskóla, ásamt foreldrum, á umsjónarkennara. Fréttablaðið/GVA Niðurstaða lesskimunar meðal nemenda í öðrum bekk grunnskóla Reykjavíkur síðasta vor var sú lakasta frá árinu 2005. Niðurstöðurnar sýna að einungis 63 prósent sjö ára barna gátu lesið sér til gagns. Árið áður var hlutfallið 69 prósent og hafði þróunin heldur verið upp á. Lökust var niðurstaðan 2005 að afloknu kennaraverkfalli, þegar 60 prósent gátu lesið sér til gagns. Töluverður munur er á piltum og stúlkum. 67 prósent stúlkna gátu í vor lesið sér til gagns en bara 59 prósent drengja. Tveir af hverjum fimm sjö ára drengjum í grunnskólum Reykjavíkur eru ófærir um að lesa sér til gagns, þótt þeir kunni að vera læsir eða geti stautað sig frá orði til orðs. Þá kemur fram að mikill munur getur verið á milli skóla. Þannig getur frá 20 og upp í 25 prósent nemenda lesið sér til gagns í þeim þremur skólum þar sem staðan er verst. Í skólanum þar sem börnin stóðu best gátu 94 prósent lesið sér til gagns. Fjallað var um skimunina á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær. Í bókun lýsir ráðið yfir áhyggjum. „Mikilvægt er að fagskrifstofa sviðsins skoði vel með skólunum hvaða orsakir gætu legið hér að baki og hvað er til úrbóta,“ segir þar.Kjartan MagnússonOddný Sturludóttir, formaður Skóla- og frístundaráðs, áréttar þó að ávallt hafi verið sveiflur í lesskimun og að tilgangur hennar sé fyrst og fremst að finna börn sem þurfa á auknum stuðningi að halda í námi sínu. „Mikilvægast er að hver og einn skóli taki þessar niðurstöður og nýti til umbóta á hverjum stað,“ segir hún. Oddný segir þegar unnið að því að auka samstarf á milli leik- og grunnskóla til þess að auka samfellu í lestrarkennslu á milli skólastiga. „Svo er þáttur heimilanna náttúrlega ótrúlega stór,“ segir Oddný. Börnin þurfi bæði stuðning og fyrirmyndir heima fyrir. Um leið segir Oddný mikilvægt að skólarnir líti á skimanir sem þessa sem umbótatæki en ekki sem áfellisdóm. Margvíslegar ástæður geti legið að baki misjöfnum niðurstöðum á hverjum stað. „Og það er svo sem engin sérstök fylgni sem við sjáum í sveiflunni milli ára, þarna eru ofarlega skólar sem voru neðarlega í fyrra og öfugt.“Á fundi Skóla- og frístundaráðs var jafnframt samþykkt tillaga sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði fram fyrir hönd síns flokks og Vinstri grænna um að skólastjórum verði falið að kynna niðurstöður lesskimunarinnar bæði fyrir nemendum og foreldrum. Tillagan var samþykkt einróma. Kjartan segir vonir standa til þess að þótt ekki sé skemmtilegt fyrir skólastjóra að kynna laka niðurstöðu þá standi vonir til þess að með slíkum upplýsingum geti orðið til gagnrýnið samtal. „Slík skoðanaskipti geta verið uppbyggileg og hvetjandi á hverjum stað, bæði fyrir skólann og foreldra,“ segir hann. Allur gangur hafi hins vegar verið á því hvernig skólar hafi kynnt foreldrum niðurstöður lesskimunarinnar.. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Niðurstaða lesskimunar meðal nemenda í öðrum bekk grunnskóla Reykjavíkur síðasta vor var sú lakasta frá árinu 2005. Niðurstöðurnar sýna að einungis 63 prósent sjö ára barna gátu lesið sér til gagns. Árið áður var hlutfallið 69 prósent og hafði þróunin heldur verið upp á. Lökust var niðurstaðan 2005 að afloknu kennaraverkfalli, þegar 60 prósent gátu lesið sér til gagns. Töluverður munur er á piltum og stúlkum. 67 prósent stúlkna gátu í vor lesið sér til gagns en bara 59 prósent drengja. Tveir af hverjum fimm sjö ára drengjum í grunnskólum Reykjavíkur eru ófærir um að lesa sér til gagns, þótt þeir kunni að vera læsir eða geti stautað sig frá orði til orðs. Þá kemur fram að mikill munur getur verið á milli skóla. Þannig getur frá 20 og upp í 25 prósent nemenda lesið sér til gagns í þeim þremur skólum þar sem staðan er verst. Í skólanum þar sem börnin stóðu best gátu 94 prósent lesið sér til gagns. Fjallað var um skimunina á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær. Í bókun lýsir ráðið yfir áhyggjum. „Mikilvægt er að fagskrifstofa sviðsins skoði vel með skólunum hvaða orsakir gætu legið hér að baki og hvað er til úrbóta,“ segir þar.Kjartan MagnússonOddný Sturludóttir, formaður Skóla- og frístundaráðs, áréttar þó að ávallt hafi verið sveiflur í lesskimun og að tilgangur hennar sé fyrst og fremst að finna börn sem þurfa á auknum stuðningi að halda í námi sínu. „Mikilvægast er að hver og einn skóli taki þessar niðurstöður og nýti til umbóta á hverjum stað,“ segir hún. Oddný segir þegar unnið að því að auka samstarf á milli leik- og grunnskóla til þess að auka samfellu í lestrarkennslu á milli skólastiga. „Svo er þáttur heimilanna náttúrlega ótrúlega stór,“ segir Oddný. Börnin þurfi bæði stuðning og fyrirmyndir heima fyrir. Um leið segir Oddný mikilvægt að skólarnir líti á skimanir sem þessa sem umbótatæki en ekki sem áfellisdóm. Margvíslegar ástæður geti legið að baki misjöfnum niðurstöðum á hverjum stað. „Og það er svo sem engin sérstök fylgni sem við sjáum í sveiflunni milli ára, þarna eru ofarlega skólar sem voru neðarlega í fyrra og öfugt.“Á fundi Skóla- og frístundaráðs var jafnframt samþykkt tillaga sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði fram fyrir hönd síns flokks og Vinstri grænna um að skólastjórum verði falið að kynna niðurstöður lesskimunarinnar bæði fyrir nemendum og foreldrum. Tillagan var samþykkt einróma. Kjartan segir vonir standa til þess að þótt ekki sé skemmtilegt fyrir skólastjóra að kynna laka niðurstöðu þá standi vonir til þess að með slíkum upplýsingum geti orðið til gagnrýnið samtal. „Slík skoðanaskipti geta verið uppbyggileg og hvetjandi á hverjum stað, bæði fyrir skólann og foreldra,“ segir hann. Allur gangur hafi hins vegar verið á því hvernig skólar hafi kynnt foreldrum niðurstöður lesskimunarinnar..
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels