Frumsýnt á Vísi: Þú gætir fengið femínistablæti ef þú horfir á þetta vídjó Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. desember 2013 16:00 „Þetta er bara byrjunin,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra sem gefa út samnefnt lag í dag. Þær lögðu mikið í gerð myndbands við lagið sem er hér frumsýnt á Vísi. „Við tókum lagið upp á laugardaginn í stúdíóinu hjá Gnúsa Yones, og hann sá um taktsmíðar. Daginn eftir tókum við upp myndbandið, en það voru Helena Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson, sem leikstýrðu því,“ bætir Blær við. Að sögn Blævar var ótrúlega gaman að gera myndbandið. „Það er kraftur í okkur. Það er svo gaman að vinna með þessum hópi, því við erum allar svo skapandi með sköp og við skiptum sköpum í samfélaginu,“ heldur Blær áfram. „Við fórum til dæmis niður að Alþingishúsinu þar sem lögreglan var byrjuð að fylgjast með okkur, við erum svo harðar píur. Samt ekki lögbrjótar, en samt stundum,“ bætir Blær við. Reykjavíkurdætur standa fyrir rappkvennakvöldi þann 27. desember næstkomandi á Gauknum, en kvöldin hafa vakið mikla athygli. „Húsið opnar níu, og þar komum við allar fram, ásamt Betu Rokk sem hefur ekki stigið á stokk í áraraðir,“ segir Blær að lokum. Reykjavíkurdætur eru: (í þeirri röð sem þær birtast)Þórdís Björk ÞorfinnsdóttirÁsthildur SigurðardóttirValdis SteinarsdóttirSólveig PálsdóttirTinna SverrisdóttirSalka Sól EyfeldBergþóra EinarsdóttirAnna Tara AndrésdóttirKatrín Helga AndrésdóttirJóhanna Rakel JónasdóttirSalka ValsdóttirKolfinna NikulásdóttirÞuríður Blær Jóhannsdóttir Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta er bara byrjunin,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra sem gefa út samnefnt lag í dag. Þær lögðu mikið í gerð myndbands við lagið sem er hér frumsýnt á Vísi. „Við tókum lagið upp á laugardaginn í stúdíóinu hjá Gnúsa Yones, og hann sá um taktsmíðar. Daginn eftir tókum við upp myndbandið, en það voru Helena Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson, sem leikstýrðu því,“ bætir Blær við. Að sögn Blævar var ótrúlega gaman að gera myndbandið. „Það er kraftur í okkur. Það er svo gaman að vinna með þessum hópi, því við erum allar svo skapandi með sköp og við skiptum sköpum í samfélaginu,“ heldur Blær áfram. „Við fórum til dæmis niður að Alþingishúsinu þar sem lögreglan var byrjuð að fylgjast með okkur, við erum svo harðar píur. Samt ekki lögbrjótar, en samt stundum,“ bætir Blær við. Reykjavíkurdætur standa fyrir rappkvennakvöldi þann 27. desember næstkomandi á Gauknum, en kvöldin hafa vakið mikla athygli. „Húsið opnar níu, og þar komum við allar fram, ásamt Betu Rokk sem hefur ekki stigið á stokk í áraraðir,“ segir Blær að lokum. Reykjavíkurdætur eru: (í þeirri röð sem þær birtast)Þórdís Björk ÞorfinnsdóttirÁsthildur SigurðardóttirValdis SteinarsdóttirSólveig PálsdóttirTinna SverrisdóttirSalka Sól EyfeldBergþóra EinarsdóttirAnna Tara AndrésdóttirKatrín Helga AndrésdóttirJóhanna Rakel JónasdóttirSalka ValsdóttirKolfinna NikulásdóttirÞuríður Blær Jóhannsdóttir
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira