Blóðbað í Brisbane | UFC gagnrýnt í Ástralíu 11. desember 2013 08:08 Úr bardaga Antonio Hunt og Mark Silva. Áhorfendur á UFC Fight Night í Brisbane í Ástralíu urðu svo sannarlega vitni að blóðbaði þegar þungavigtarbardagamennirnir Antonio "Bigfoot" Silva og Mark Hunt mættust í átthyrningnum um síðustu helgi. Aðalbardagi kvöldsins stóð yfir í 25 mínútur og var afar blóðugur. Lögreglustjóri í Ástralíu, Andrew Scipione, hefur gagnrýnt UFC opinberlega eftir bardagann en í viðtali við The Australian líkti hann ljósmyndum af bardaganum saman við myndir teknar á glæpavettvangi af blæðandi fórnarlömbum. Blóðið flæddi ekki bara í bardaga Mark Hunt og Silva, sem endaði með sanngjörnu jafntefli, heldur var bardagi Ryan Bader og Anthony Perosh afar blóðugur en hann endaði með sannfærandi sigri Ryan Bader sem lá ofan á andstæðingi sínum í þrjár lotur og lét höggin dynja á honum.Úr bardaga Antonio Hunt og Mark Silva.Andrew Scipione hefur áður gagnrýnt UFC. Hann hefur lýst yfir áhyggjum af áhrifum íþróttarinnar á unga karlmenn og bent á leikinn "Knockout" í Bandaríkjunum máli sínu til stuðnings - en sá leikur gengur út á að ganga aftan að fólki og rota það upp úr þurru og hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. Auk þess að líkja átthyrningnum í UFC við glæpavettvang um helgina sagði hann engar reglur gilda í þessu blóðbaði: "...bardagamennirnir eru eins og dýr lokuð í búri og meirihluti þeirra sem horfir á UFC eru ungir karlmenn," sagði hann. "Ef þetta ætti sér stað úti á götu myndi það vekja skelfingu og óhug hjá fólki."Úr bardaga Antonio Hunt og Mark Silva.UFC nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og hefur unnið að því að kynna íþróttina utan Bandaríkjanna. En um leið og UFC verður þekktara út í heimi verða gagnrýnisraddir einnig háværari. Einnig hefur verið fjallað um málið á síðunni mmamania.com og þar er tekið undir að bardagi helgarinnar hafi verið mjög blóðugur en að sama skapi er Scipione gagnrýndur fyrir þekkingarleysi sitt á íþróttinni. Í gær tilkynnti UFC hver næsti andstæðingur Íslendingsins Gunnars Nelsonar verður í hringnum en Gunnar er eini íslenski bardagamaðurinn sem náði hefur að keppa í UFC. Erlendar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Áhorfendur á UFC Fight Night í Brisbane í Ástralíu urðu svo sannarlega vitni að blóðbaði þegar þungavigtarbardagamennirnir Antonio "Bigfoot" Silva og Mark Hunt mættust í átthyrningnum um síðustu helgi. Aðalbardagi kvöldsins stóð yfir í 25 mínútur og var afar blóðugur. Lögreglustjóri í Ástralíu, Andrew Scipione, hefur gagnrýnt UFC opinberlega eftir bardagann en í viðtali við The Australian líkti hann ljósmyndum af bardaganum saman við myndir teknar á glæpavettvangi af blæðandi fórnarlömbum. Blóðið flæddi ekki bara í bardaga Mark Hunt og Silva, sem endaði með sanngjörnu jafntefli, heldur var bardagi Ryan Bader og Anthony Perosh afar blóðugur en hann endaði með sannfærandi sigri Ryan Bader sem lá ofan á andstæðingi sínum í þrjár lotur og lét höggin dynja á honum.Úr bardaga Antonio Hunt og Mark Silva.Andrew Scipione hefur áður gagnrýnt UFC. Hann hefur lýst yfir áhyggjum af áhrifum íþróttarinnar á unga karlmenn og bent á leikinn "Knockout" í Bandaríkjunum máli sínu til stuðnings - en sá leikur gengur út á að ganga aftan að fólki og rota það upp úr þurru og hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. Auk þess að líkja átthyrningnum í UFC við glæpavettvang um helgina sagði hann engar reglur gilda í þessu blóðbaði: "...bardagamennirnir eru eins og dýr lokuð í búri og meirihluti þeirra sem horfir á UFC eru ungir karlmenn," sagði hann. "Ef þetta ætti sér stað úti á götu myndi það vekja skelfingu og óhug hjá fólki."Úr bardaga Antonio Hunt og Mark Silva.UFC nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og hefur unnið að því að kynna íþróttina utan Bandaríkjanna. En um leið og UFC verður þekktara út í heimi verða gagnrýnisraddir einnig háværari. Einnig hefur verið fjallað um málið á síðunni mmamania.com og þar er tekið undir að bardagi helgarinnar hafi verið mjög blóðugur en að sama skapi er Scipione gagnrýndur fyrir þekkingarleysi sitt á íþróttinni. Í gær tilkynnti UFC hver næsti andstæðingur Íslendingsins Gunnars Nelsonar verður í hringnum en Gunnar er eini íslenski bardagamaðurinn sem náði hefur að keppa í UFC.
Erlendar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira