Lífið

Paul Walker vildi eyða meiri tíma með dóttur sinni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Faðir Walkers brast í grát í viðtali við CBS.
Faðir Walkers brast í grát í viðtali við CBS.
Bandaríski leikarinn Paul Walker, sem lést í hörmulegu bílslysi í Kaliforníu á laugardag, vildi minnka við sig vinnu til þess að geta eytt meiri tíma með 15 ára gamalli dóttur sinni.

„Ég er bara svo ánægður með að hafa sagt honum að ég elskaði hann í hvert skipti sem við hittumst,“ sagði faðir leikarans, Paul Walker eldri, í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina. „Ég var stoltur af honum á hverjum degi,“ sagði faðirinn grátklökkur í viðtalinu.

Stór hópur aðdáenda safnaðist saman á slysstað degi eftir slysið og minntist leikarans. Þá hafa stjörnurnar einnig minnst hans á samfélagsmiðlunum, og segja þær leikarann hafa verið mikinn sómamann.

Aðdáendur leikarans minntust hans á slysstað.mynd/afp
Walker gerði garðinn frægan í Fast and the Furious-myndunum vinsælu.mynd/getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×