Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur samþykkt með tólf atkvæðum gegn þremur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. nóvember 2013 21:41 Tólf borgarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögunni en þrír á móti. mynd/anton Borgarstjórn samþykkti nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar til ársins 2030 á fundi sínum í dag. Greiddu tólf borgarfulltrúar atkvæði með tillögunni en þrír á móti. Aðalskipulagið er endurskoðun á eldra aðalskipulagi fyrir árin 2001 til 2024. Tillagan var kynnt í samræmi við 30-31. gr skipulagslaga. Aðalskipulagstillagan var kynnt á tímabilinu 9. ágúst til 20. september 2013 en þá rann út frestur til að gera athugasemdir. Tillagan var kynnt samhliða breytingum á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Viðfangsefni aðalskipulagsins er fyrst og fremst að tryggja heilsu, öryggi og lífsgæði íbúanna um ókomna tíð. Þá geti borgin orðið enn grænni en áður með nýjum áherslum í aðalskipulaginu þar sem núverandi innviðir, svo sem skólar, íþróttamannvirki, veitukerfi og umferðarmannvirki nýtist enn betur. „Mikilvægasti boðskapur þessa aðalskipulags er þétting byggðar. Við ætlum að þétta byggðina þannig að fólk geti búið nær vinnustöðum sínum í stað þess að teygja borgina upp til heiða. Þetta mun auka lífsgæði borgarbúa gríðarlega, draga úr umferð og styrkja borgarsamfélagið á margvíslegan hátt,“ segir Páll Hjaltason formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Alls bárust 206 bréf með athugasemdum frá einstaklingum, fyrirtækjum, íbúasamtökum, félagasamtökum og hópum sem stóðu að undirskriftarsöfnunum. Bréfin varða a.m.k. 250 efnisatriði í tillögunni, langflest varða þó flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Öllum athugasemdum hefur verið svarað. Athugasemdirnar og svör við þeim voru lagðar fram í umhverfis- og skipulagsráði 25. september og hefur ráðið farið vandlega yfir þær á alls sjö fundum. Helstu breytingar á auglýstri tillögu Helsta breytingin á auglýstri tillögu snýst um tímasetningar vegna samkomulags Reykjavíkurborgar, ríkisins og Icelandair Group um innanlandsflug en það gerir ráð fyrir að norður-suður flugbraut flugvallarins í Vatnsmýri verði áfram í aðalskipulaginu fram til ársins 2022 í stað 2016. Þá eru sett skýrari markmið um mögulega uppbyggingu norðan Suðurlandsbrautar um að ekki verði gengið á opin græn svæði eða þrengt að íþróttastarfsemi í Laugardal. Þá var einnig komið til móts við fjölmargar athugasemdir frá landeigendum á Kjalarnesi vegna nýtingar á þeirra landi. Engar grundvallarbreytingar voru gerðar á stefnu aðalskipulagsins vegna athugasemdanna. Víðtækt kynningarferli á vinnslutímanum Endurskoðun á aðalskipulaginu hefur staðið yfir undanfarin ár og falist í margvíslegri greiningarvinnu, mati valkosta og samráði við íbúa og hagsmunaaðila. Haldnir voru íbúafundir í öllum hverfum borgarinnar árið 2009 og aftur vorið 2012 þar sem íbúum gafst kostur á að skoða drög að aðalskipulaginu, koma með ábendingar og gera við það athugasemdir. Að auki voru haldnir fjölmargir aðrir kynningarfundir í tengslum við vinnu á aðalskipulaginu. Borg fyrir fólk Aðalskipulaginu 2010 – 2030 er skipt í fjögur meginþemu sem nefnast Borg fyrir fólk, Borgin við sundin, Græna borgin og Skapandi borg. Borg fyrir fólk er leiðarvísirinn í nýju aðalskipulagi og tekur stefnumótunin mið af því. Lögð er sérstök áhersla á hverfin og einstaka borgarhluta. Markmiðið er að hverfi borgarinnar verði sjálfbærari, mannvænni og fjölbreyttari þar sem allir félagshópar fá tækifæri til búsetu. Hvert hverfi hafi sinn kjarna svo dagleg verslun og þjónusta verði í sem mestri nálægð við íbúa. Þétting í stað útþenslu Aðalskipulag 2010 - 2030 gerir ráð fyrir að 90% allra nýrra íbúða á tímabilinu rísi innan núverandi marka borgarinnar. Markmiðið er að skapa heildstæðari og þéttari borgarbyggð og nýta þar með betur land og fjárfestingar í gatna- og veitukerfum og þjónustustofnunum. Með þéttari byggð er dregið úr vegalengdum, samgöngukostnaði og umhverfisáhrifum samgangna. Verkefni næstu áratuga er að fullbyggja Borgina við Sundin og því er uppbyggingu nýrra hverfa í útjaðri borgarinnar slegið á frest. Í kaflanum um grænu borgina er gert ráð fyrir að 40% lands verði opin svæði innan þéttbýlis Reykjavíkur ætluð til útivistar, afþreyingar og leikja. Reykjavíkurborg hefur mikinn metnað til að verða grænni og vistvænni og þar gegna samgöngur mikilvægu hlutverki. Stefnt er að því að hlutdeild almenningssamgangna í ferðum til og frá vinnu vaxi úr 4% í 12% á tímabilinu og hlutdeild gangandi og hjólandi vaxi úr 21% í 30%.Hlutverk höfuðborgar styrkt í skapandi borg Í nýju aðalskipulagi er lögð áhersla á að Reykjavík verði skapandi borg með öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Markmið aðalskipulagsins er að viðhalda fjölbreytni og styrk atvinnulífsins og skapa vaxtarskilyrði fyrir nýjar atvinnugreinar, einkum á sviði hátækni, grænnar orkunýtingar og menningar. Lögð er áhersla á að Reykjavík styrki hlutverk sitt sem höfuðborg landsins og verði forystuafl í vaxandi alþjóðlegri samkeppni um fyrirtæki, vinnuafl og ferðamenn. „Þetta aðalskipulag er tímamótaplagg í skipulagsmálum. Með því leggjum við undirstöðuna að sterkri stöðu Reykjavíkur í framtíðinni og búum til betri borg. Nýtt aðalskipulag mun hjálpa okkur að ná þeim markmiðum að gera Reykjavík að vistvænni, grænni, skapandi og skemmtilegri borg sem gott er að búa í og heimsækja hér við sundin blá,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri. Aðalskipulagið verður nú sent til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar til ársins 2030 á fundi sínum í dag. Greiddu tólf borgarfulltrúar atkvæði með tillögunni en þrír á móti. Aðalskipulagið er endurskoðun á eldra aðalskipulagi fyrir árin 2001 til 2024. Tillagan var kynnt í samræmi við 30-31. gr skipulagslaga. Aðalskipulagstillagan var kynnt á tímabilinu 9. ágúst til 20. september 2013 en þá rann út frestur til að gera athugasemdir. Tillagan var kynnt samhliða breytingum á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Viðfangsefni aðalskipulagsins er fyrst og fremst að tryggja heilsu, öryggi og lífsgæði íbúanna um ókomna tíð. Þá geti borgin orðið enn grænni en áður með nýjum áherslum í aðalskipulaginu þar sem núverandi innviðir, svo sem skólar, íþróttamannvirki, veitukerfi og umferðarmannvirki nýtist enn betur. „Mikilvægasti boðskapur þessa aðalskipulags er þétting byggðar. Við ætlum að þétta byggðina þannig að fólk geti búið nær vinnustöðum sínum í stað þess að teygja borgina upp til heiða. Þetta mun auka lífsgæði borgarbúa gríðarlega, draga úr umferð og styrkja borgarsamfélagið á margvíslegan hátt,“ segir Páll Hjaltason formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Alls bárust 206 bréf með athugasemdum frá einstaklingum, fyrirtækjum, íbúasamtökum, félagasamtökum og hópum sem stóðu að undirskriftarsöfnunum. Bréfin varða a.m.k. 250 efnisatriði í tillögunni, langflest varða þó flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Öllum athugasemdum hefur verið svarað. Athugasemdirnar og svör við þeim voru lagðar fram í umhverfis- og skipulagsráði 25. september og hefur ráðið farið vandlega yfir þær á alls sjö fundum. Helstu breytingar á auglýstri tillögu Helsta breytingin á auglýstri tillögu snýst um tímasetningar vegna samkomulags Reykjavíkurborgar, ríkisins og Icelandair Group um innanlandsflug en það gerir ráð fyrir að norður-suður flugbraut flugvallarins í Vatnsmýri verði áfram í aðalskipulaginu fram til ársins 2022 í stað 2016. Þá eru sett skýrari markmið um mögulega uppbyggingu norðan Suðurlandsbrautar um að ekki verði gengið á opin græn svæði eða þrengt að íþróttastarfsemi í Laugardal. Þá var einnig komið til móts við fjölmargar athugasemdir frá landeigendum á Kjalarnesi vegna nýtingar á þeirra landi. Engar grundvallarbreytingar voru gerðar á stefnu aðalskipulagsins vegna athugasemdanna. Víðtækt kynningarferli á vinnslutímanum Endurskoðun á aðalskipulaginu hefur staðið yfir undanfarin ár og falist í margvíslegri greiningarvinnu, mati valkosta og samráði við íbúa og hagsmunaaðila. Haldnir voru íbúafundir í öllum hverfum borgarinnar árið 2009 og aftur vorið 2012 þar sem íbúum gafst kostur á að skoða drög að aðalskipulaginu, koma með ábendingar og gera við það athugasemdir. Að auki voru haldnir fjölmargir aðrir kynningarfundir í tengslum við vinnu á aðalskipulaginu. Borg fyrir fólk Aðalskipulaginu 2010 – 2030 er skipt í fjögur meginþemu sem nefnast Borg fyrir fólk, Borgin við sundin, Græna borgin og Skapandi borg. Borg fyrir fólk er leiðarvísirinn í nýju aðalskipulagi og tekur stefnumótunin mið af því. Lögð er sérstök áhersla á hverfin og einstaka borgarhluta. Markmiðið er að hverfi borgarinnar verði sjálfbærari, mannvænni og fjölbreyttari þar sem allir félagshópar fá tækifæri til búsetu. Hvert hverfi hafi sinn kjarna svo dagleg verslun og þjónusta verði í sem mestri nálægð við íbúa. Þétting í stað útþenslu Aðalskipulag 2010 - 2030 gerir ráð fyrir að 90% allra nýrra íbúða á tímabilinu rísi innan núverandi marka borgarinnar. Markmiðið er að skapa heildstæðari og þéttari borgarbyggð og nýta þar með betur land og fjárfestingar í gatna- og veitukerfum og þjónustustofnunum. Með þéttari byggð er dregið úr vegalengdum, samgöngukostnaði og umhverfisáhrifum samgangna. Verkefni næstu áratuga er að fullbyggja Borgina við Sundin og því er uppbyggingu nýrra hverfa í útjaðri borgarinnar slegið á frest. Í kaflanum um grænu borgina er gert ráð fyrir að 40% lands verði opin svæði innan þéttbýlis Reykjavíkur ætluð til útivistar, afþreyingar og leikja. Reykjavíkurborg hefur mikinn metnað til að verða grænni og vistvænni og þar gegna samgöngur mikilvægu hlutverki. Stefnt er að því að hlutdeild almenningssamgangna í ferðum til og frá vinnu vaxi úr 4% í 12% á tímabilinu og hlutdeild gangandi og hjólandi vaxi úr 21% í 30%.Hlutverk höfuðborgar styrkt í skapandi borg Í nýju aðalskipulagi er lögð áhersla á að Reykjavík verði skapandi borg með öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Markmið aðalskipulagsins er að viðhalda fjölbreytni og styrk atvinnulífsins og skapa vaxtarskilyrði fyrir nýjar atvinnugreinar, einkum á sviði hátækni, grænnar orkunýtingar og menningar. Lögð er áhersla á að Reykjavík styrki hlutverk sitt sem höfuðborg landsins og verði forystuafl í vaxandi alþjóðlegri samkeppni um fyrirtæki, vinnuafl og ferðamenn. „Þetta aðalskipulag er tímamótaplagg í skipulagsmálum. Með því leggjum við undirstöðuna að sterkri stöðu Reykjavíkur í framtíðinni og búum til betri borg. Nýtt aðalskipulag mun hjálpa okkur að ná þeim markmiðum að gera Reykjavík að vistvænni, grænni, skapandi og skemmtilegri borg sem gott er að búa í og heimsækja hér við sundin blá,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri. Aðalskipulagið verður nú sent til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira