Bjarki Gunnlaugsson: Ég stend í þakkarskuld við Moyes Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2013 10:30 Bjarki Gunnlaugsson í leik með Preston árið 2000. nordicphotos/getty Knattspyrnumaðurinn Bjarki Gunnlaugsson á að baki flottan feril sem atvinnumaður en hann lék með ÍA, KR, Val og FH hér á landi en sem atvinnumaður erlendis spilaði þessi magnaði miðjumaður með Feyenoord, Nuremberg, Waldhof Mannheim, Molde, Brann og Preston. Hjá Preston lék hann undir stjórn David Moyes, núverandi stjóra Manchester United, á árunum 1999-2002 og átti hann virkilega fína spretti með liðinu. Bjarki segist standa í þakkaskuld við Moyes sem var ákveðinn í að fá leikmanninn til liðsins. Meiðsli urðu þess valdandi að Bjarki varð að hætta sem atvinnumaður í Englandi árið 2002 þegar leið hans lá á ný til Íslands. „David Moyes og Kelham O’Hanlon sáu mig spila gegn Kilmarnock með KR í Evrópukeppninni árið 1999,“ sagði Bjarki í samtali við Lancashire Evening Post. „Eftir þessa Evrópuleiki var það orðið ljóst að ég átti að ganga til liðs við Kilmarnock, en forráðamenn Preston sýndu mér strax áhuga eftir þessa leiki.“ „Þá var liðið í ensku C-deildinni en ég sá samt sem áður ákveðna möguleika hjá félaginu. Þeir léku til að mynda vel gegn Arsenal í enska bikarnum árið áður og ég man eftir að hafa séð liðið í sjónvarpinu á Íslandi.“ „Ég vildi frekar taka þátt í uppgangi hjá Preston og ákvað því að semja við þá í september þegar tímabilinu lauk á Íslandi.“ „Tími minn hjá Preston var skemmtilegur og mér leið alltaf vel hjá félaginu. David Moyes var ungur og skemmtilegur stjóri á þeim tíma en ég skynjaði þá strax að hann myndi fara alla leið.“ „Ég hélt kannski ekki að hann myndi verða einn daginn knattspyrnustjóri Manchester United, en það var eitthvað heillandi við hann. Æfingar hans voru erfiðar og á háu plani. Leikmenn liðsins fundu það strax að þeir voru að vinna með sigurvegara.“ „Wayne Rooney tjáir sig þessa daganna í ensku fjölmiðlum að hann hafi sjaldan eða jafnvel aldrei verið í eins góðu formi, það kemur mér ekki á óvart, þannig stjóri er Moyes.“ „Þegar maður eins og Sir Alex Ferguson mælir með Moyes sem arftaka sínum þá veit maður að það er mikið spunnið í stjórann.“ „Þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu hjá Preston var ég klæddur í síðbuxur og langerma treyju eins og ég var vanur á Íslandi. Moyes horfði á mig, hristi hausinn og sagði við mig að svona klæddust menn ekki á æfingu á Englandi.“ „Mér gekk nokkuð vel hjá Preston en vegna meiðsla náði ég aldrei almennilega að láta ljós mitt skína.Við vorum eitt sinn 90 mínútum frá því að tryggja okkur sæti í ensku úrvalsdeildinni og ég mun aldrei gleyma tíma mínum hjá félaginu. „Ég lagði skóna á hilluna árið 2012 eftir mörg góð ár á Íslandi. Ég endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með FH sem var frábær endir á löngum ferli.“Ísland á leiðinni í umspil„Í dag starfa ég enn við knattspyrnu en ég á umboðsskrifstofu ásamt tvíburabróður mínum og Arnóri Gudjohnsen, föður Eiðs Smára Gudjohnsen, og einum öðrum einstaklingi.“ „Ég er ekki löggiltur umboðsmaður og stefni ekki á það, þetta er bara fyrirtæki sem ég er eigandi af. Markmið okkar eru að koma ungum og efnilegum íslenskum leikmönnum út í atvinnumennskuna. Fyrir áratug síðan varð algjör bylting fyrir knattspyrnumenn á Íslandi. Knattspyrnuhallir fóru að rísa sem hefur heldur betur skilað sér í ungum og efnilegum leikmönnum hér á landi. Einn þeirra er Aron Jóhannsson, sem leikur í dag með AZ Alkmaar í Hollandi og bandaríska landsliðinu. Það eru eflaust um 70 til 80 íslenskir atvinnumenn um alla Evrópu í dag og standa þeir sig margir hverjir virkilega vel. Við Íslendingar eigum til að mynda einnig Gylfa Sigurðsson hjá Tottenham og hér er mikill efniviður.“ Ísland mætir Króatíu í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu þann 15. og 19. nóvember og þá verður allt undir fyrir íslensku þjóðina. „Framundan hjá íslenska landsliðinu eru tveir leikir við Króata í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu á næsta ári, það verða fróðlegir leikir. Ég er alveg viss um það að íslenska landsliðið mun einn daginn komast á HM, þó það verði kannski ekki að veruleika að þessu sinni, maður veit samt aldrei.“ „Ég vona að allir aðdáendur Preston standi þétt við bakið á okkur að þessu sinni, við þurfum allan þann stuðnings sem völ er á.“ Fótbolti Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Bjarki Gunnlaugsson á að baki flottan feril sem atvinnumaður en hann lék með ÍA, KR, Val og FH hér á landi en sem atvinnumaður erlendis spilaði þessi magnaði miðjumaður með Feyenoord, Nuremberg, Waldhof Mannheim, Molde, Brann og Preston. Hjá Preston lék hann undir stjórn David Moyes, núverandi stjóra Manchester United, á árunum 1999-2002 og átti hann virkilega fína spretti með liðinu. Bjarki segist standa í þakkaskuld við Moyes sem var ákveðinn í að fá leikmanninn til liðsins. Meiðsli urðu þess valdandi að Bjarki varð að hætta sem atvinnumaður í Englandi árið 2002 þegar leið hans lá á ný til Íslands. „David Moyes og Kelham O’Hanlon sáu mig spila gegn Kilmarnock með KR í Evrópukeppninni árið 1999,“ sagði Bjarki í samtali við Lancashire Evening Post. „Eftir þessa Evrópuleiki var það orðið ljóst að ég átti að ganga til liðs við Kilmarnock, en forráðamenn Preston sýndu mér strax áhuga eftir þessa leiki.“ „Þá var liðið í ensku C-deildinni en ég sá samt sem áður ákveðna möguleika hjá félaginu. Þeir léku til að mynda vel gegn Arsenal í enska bikarnum árið áður og ég man eftir að hafa séð liðið í sjónvarpinu á Íslandi.“ „Ég vildi frekar taka þátt í uppgangi hjá Preston og ákvað því að semja við þá í september þegar tímabilinu lauk á Íslandi.“ „Tími minn hjá Preston var skemmtilegur og mér leið alltaf vel hjá félaginu. David Moyes var ungur og skemmtilegur stjóri á þeim tíma en ég skynjaði þá strax að hann myndi fara alla leið.“ „Ég hélt kannski ekki að hann myndi verða einn daginn knattspyrnustjóri Manchester United, en það var eitthvað heillandi við hann. Æfingar hans voru erfiðar og á háu plani. Leikmenn liðsins fundu það strax að þeir voru að vinna með sigurvegara.“ „Wayne Rooney tjáir sig þessa daganna í ensku fjölmiðlum að hann hafi sjaldan eða jafnvel aldrei verið í eins góðu formi, það kemur mér ekki á óvart, þannig stjóri er Moyes.“ „Þegar maður eins og Sir Alex Ferguson mælir með Moyes sem arftaka sínum þá veit maður að það er mikið spunnið í stjórann.“ „Þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu hjá Preston var ég klæddur í síðbuxur og langerma treyju eins og ég var vanur á Íslandi. Moyes horfði á mig, hristi hausinn og sagði við mig að svona klæddust menn ekki á æfingu á Englandi.“ „Mér gekk nokkuð vel hjá Preston en vegna meiðsla náði ég aldrei almennilega að láta ljós mitt skína.Við vorum eitt sinn 90 mínútum frá því að tryggja okkur sæti í ensku úrvalsdeildinni og ég mun aldrei gleyma tíma mínum hjá félaginu. „Ég lagði skóna á hilluna árið 2012 eftir mörg góð ár á Íslandi. Ég endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með FH sem var frábær endir á löngum ferli.“Ísland á leiðinni í umspil„Í dag starfa ég enn við knattspyrnu en ég á umboðsskrifstofu ásamt tvíburabróður mínum og Arnóri Gudjohnsen, föður Eiðs Smára Gudjohnsen, og einum öðrum einstaklingi.“ „Ég er ekki löggiltur umboðsmaður og stefni ekki á það, þetta er bara fyrirtæki sem ég er eigandi af. Markmið okkar eru að koma ungum og efnilegum íslenskum leikmönnum út í atvinnumennskuna. Fyrir áratug síðan varð algjör bylting fyrir knattspyrnumenn á Íslandi. Knattspyrnuhallir fóru að rísa sem hefur heldur betur skilað sér í ungum og efnilegum leikmönnum hér á landi. Einn þeirra er Aron Jóhannsson, sem leikur í dag með AZ Alkmaar í Hollandi og bandaríska landsliðinu. Það eru eflaust um 70 til 80 íslenskir atvinnumenn um alla Evrópu í dag og standa þeir sig margir hverjir virkilega vel. Við Íslendingar eigum til að mynda einnig Gylfa Sigurðsson hjá Tottenham og hér er mikill efniviður.“ Ísland mætir Króatíu í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu þann 15. og 19. nóvember og þá verður allt undir fyrir íslensku þjóðina. „Framundan hjá íslenska landsliðinu eru tveir leikir við Króata í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu á næsta ári, það verða fróðlegir leikir. Ég er alveg viss um það að íslenska landsliðið mun einn daginn komast á HM, þó það verði kannski ekki að veruleika að þessu sinni, maður veit samt aldrei.“ „Ég vona að allir aðdáendur Preston standi þétt við bakið á okkur að þessu sinni, við þurfum allan þann stuðnings sem völ er á.“
Fótbolti Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira