Fótbolti

Síðasta tímabil Henry með Red Bulls

Henry fagnar í leik með Red Bulls.
Henry fagnar í leik með Red Bulls.
Gerard Houllier, yfirmaður knattspyrnumála hjá NY Red Bulls, gerir ráð fyrir því að næsta tímabil verði svanasöngur Thierry Henry hjá félaginu.

Hinn 36 ára gamli Henry var í fararbroddi hjá félaginu á síðustu leiktíð er það náði bestum árangri allra liða í deildinni. Liðið féll svo úr leik gegn Houston Dynamo í úrslitakeppninni.

Henry á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og hann fær því eitt tækifæri í viðbót til þess að vinna bandaríska meistaratitilinn.

"Þetta er hans síðasta tækifæri til að vinna MLS-bikarinn. Við verðum svo að sjá hvað gerist," sagði Houllier.

Henry skoraði tíu mörk og lagði upp níu á síðustu leiktíð fyrir Red Bulls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×