Eiður: Jólin komu fyrr á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2013 11:00 Eiður Smári á æfingu með íslenska landsliðinu. mynd /vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen leikur í kvöld gríðarlega mikilvægan leik með íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar það mætir því króatíska í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM í Brasilíu. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld og síðari leikurinn síðan á þriðjudagskvöldið í Króatíu. Eiður hefur á sínum ferli tekið þátt í gríðarlega mikilvægum leikjum með Chelsea og Barcelona en leikmaðurinn vann titla með báðum liðum. Þessi 35 ára leikmaður hefur nýst landsliðinu vel í undankeppninni og kemur ákveðin ró yfir liðið þegar Eiður er inn á vellinum. „Þetta er bara ótrúlega skemmtilegur tími og mér líður vel,“ sagði Eiður í viðtali við The Guardian. „Við gerum okkur fyllilega grein fyrir þeirri eftirvæntingu sem er í þjóðfélaginu hér á Ísland. Það er líkt og fólk sé að telja niður dagana fram að jólum og ótrúlegt andrúmsloft í þjóðfélaginu. Fólk hefur aldrei upplifað þessa tilfinningu hér og mikil spenna í landinu þessa dagana.“ „Liðið hefur nú þegar afrekað eitthvað sem ekkert íslenskt landslið hefur náð. Íslenska liðið er fyrsta liðið í sögunni til að komast í umspil eftir að hafa farið inn í riðlakeppnina í sjötta og neðsta styrkleikaflokki. Afrek okkar er mikið en við getum náð enn lengra.“ „Ég lék minn fyrsta landsleik árið 1996 og ef maður ber saman andrúmsloftið þá og í dag þá er himin og haf þar á milli. Íslendingar hafa aldrei verið eins spenntir fyrir einum leik.“ „Það er ákveðin kynslóð í þessu liði sem hefur farið alla leið á stórmót þegar U-21 árs landslið okkar komst á lokakeppni Evrópumótsins í Danmörku um árið. Leikmenn liðsins leika margir hverjir í hæsta gæðaflokki hjá góðum félagsliðum og hafa spilað saman með landsliðum Íslands í mörg ár.“ „Árangur okkar má vissulega rekja til þeirra knattspyrnuhalla sem hafa risið hér á landi undanfarinn áratug. Margir leikmenn íslenska liðsins voru þá um tíu ára og hafa því alist upp við frábærar aðstæður.“ „Nú eru um tíu knattspyrnuhallir á Íslandi og því er hægt að æfa allt árið um kring en áður fyrr var í raun aðeins hægt að spila fótbolta á grasi í fimm til sex mánuði á ári.“ Króatar skiptu um landsliðsþjálfara fyrir leikina gegn Íslendingum og mun Niko Kovac stýra liðinu í kvöld. „Þetta hefur í raun verið saga liðsins í þessari undankeppni. Þetta í fjórða liðið sem við mætum sem hefur skipt um landsliðsþjálfa. Við kunnum því að undirbúa okkur fyrir slíkar aðstæður. Það var alltaf ljóst að við myndum mæta sterkum andstæðingi í þessu umspili og þurftum alltaf að eiga tvo frábæra leiki til að eiga möguleika á því að komast á heimsmeistaramótið.“ HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen leikur í kvöld gríðarlega mikilvægan leik með íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar það mætir því króatíska í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM í Brasilíu. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld og síðari leikurinn síðan á þriðjudagskvöldið í Króatíu. Eiður hefur á sínum ferli tekið þátt í gríðarlega mikilvægum leikjum með Chelsea og Barcelona en leikmaðurinn vann titla með báðum liðum. Þessi 35 ára leikmaður hefur nýst landsliðinu vel í undankeppninni og kemur ákveðin ró yfir liðið þegar Eiður er inn á vellinum. „Þetta er bara ótrúlega skemmtilegur tími og mér líður vel,“ sagði Eiður í viðtali við The Guardian. „Við gerum okkur fyllilega grein fyrir þeirri eftirvæntingu sem er í þjóðfélaginu hér á Ísland. Það er líkt og fólk sé að telja niður dagana fram að jólum og ótrúlegt andrúmsloft í þjóðfélaginu. Fólk hefur aldrei upplifað þessa tilfinningu hér og mikil spenna í landinu þessa dagana.“ „Liðið hefur nú þegar afrekað eitthvað sem ekkert íslenskt landslið hefur náð. Íslenska liðið er fyrsta liðið í sögunni til að komast í umspil eftir að hafa farið inn í riðlakeppnina í sjötta og neðsta styrkleikaflokki. Afrek okkar er mikið en við getum náð enn lengra.“ „Ég lék minn fyrsta landsleik árið 1996 og ef maður ber saman andrúmsloftið þá og í dag þá er himin og haf þar á milli. Íslendingar hafa aldrei verið eins spenntir fyrir einum leik.“ „Það er ákveðin kynslóð í þessu liði sem hefur farið alla leið á stórmót þegar U-21 árs landslið okkar komst á lokakeppni Evrópumótsins í Danmörku um árið. Leikmenn liðsins leika margir hverjir í hæsta gæðaflokki hjá góðum félagsliðum og hafa spilað saman með landsliðum Íslands í mörg ár.“ „Árangur okkar má vissulega rekja til þeirra knattspyrnuhalla sem hafa risið hér á landi undanfarinn áratug. Margir leikmenn íslenska liðsins voru þá um tíu ára og hafa því alist upp við frábærar aðstæður.“ „Nú eru um tíu knattspyrnuhallir á Íslandi og því er hægt að æfa allt árið um kring en áður fyrr var í raun aðeins hægt að spila fótbolta á grasi í fimm til sex mánuði á ári.“ Króatar skiptu um landsliðsþjálfara fyrir leikina gegn Íslendingum og mun Niko Kovac stýra liðinu í kvöld. „Þetta hefur í raun verið saga liðsins í þessari undankeppni. Þetta í fjórða liðið sem við mætum sem hefur skipt um landsliðsþjálfa. Við kunnum því að undirbúa okkur fyrir slíkar aðstæður. Það var alltaf ljóst að við myndum mæta sterkum andstæðingi í þessu umspili og þurftum alltaf að eiga tvo frábæra leiki til að eiga möguleika á því að komast á heimsmeistaramótið.“
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira