Eiður: Jólin komu fyrr á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2013 11:00 Eiður Smári á æfingu með íslenska landsliðinu. mynd /vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen leikur í kvöld gríðarlega mikilvægan leik með íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar það mætir því króatíska í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM í Brasilíu. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld og síðari leikurinn síðan á þriðjudagskvöldið í Króatíu. Eiður hefur á sínum ferli tekið þátt í gríðarlega mikilvægum leikjum með Chelsea og Barcelona en leikmaðurinn vann titla með báðum liðum. Þessi 35 ára leikmaður hefur nýst landsliðinu vel í undankeppninni og kemur ákveðin ró yfir liðið þegar Eiður er inn á vellinum. „Þetta er bara ótrúlega skemmtilegur tími og mér líður vel,“ sagði Eiður í viðtali við The Guardian. „Við gerum okkur fyllilega grein fyrir þeirri eftirvæntingu sem er í þjóðfélaginu hér á Ísland. Það er líkt og fólk sé að telja niður dagana fram að jólum og ótrúlegt andrúmsloft í þjóðfélaginu. Fólk hefur aldrei upplifað þessa tilfinningu hér og mikil spenna í landinu þessa dagana.“ „Liðið hefur nú þegar afrekað eitthvað sem ekkert íslenskt landslið hefur náð. Íslenska liðið er fyrsta liðið í sögunni til að komast í umspil eftir að hafa farið inn í riðlakeppnina í sjötta og neðsta styrkleikaflokki. Afrek okkar er mikið en við getum náð enn lengra.“ „Ég lék minn fyrsta landsleik árið 1996 og ef maður ber saman andrúmsloftið þá og í dag þá er himin og haf þar á milli. Íslendingar hafa aldrei verið eins spenntir fyrir einum leik.“ „Það er ákveðin kynslóð í þessu liði sem hefur farið alla leið á stórmót þegar U-21 árs landslið okkar komst á lokakeppni Evrópumótsins í Danmörku um árið. Leikmenn liðsins leika margir hverjir í hæsta gæðaflokki hjá góðum félagsliðum og hafa spilað saman með landsliðum Íslands í mörg ár.“ „Árangur okkar má vissulega rekja til þeirra knattspyrnuhalla sem hafa risið hér á landi undanfarinn áratug. Margir leikmenn íslenska liðsins voru þá um tíu ára og hafa því alist upp við frábærar aðstæður.“ „Nú eru um tíu knattspyrnuhallir á Íslandi og því er hægt að æfa allt árið um kring en áður fyrr var í raun aðeins hægt að spila fótbolta á grasi í fimm til sex mánuði á ári.“ Króatar skiptu um landsliðsþjálfara fyrir leikina gegn Íslendingum og mun Niko Kovac stýra liðinu í kvöld. „Þetta hefur í raun verið saga liðsins í þessari undankeppni. Þetta í fjórða liðið sem við mætum sem hefur skipt um landsliðsþjálfa. Við kunnum því að undirbúa okkur fyrir slíkar aðstæður. Það var alltaf ljóst að við myndum mæta sterkum andstæðingi í þessu umspili og þurftum alltaf að eiga tvo frábæra leiki til að eiga möguleika á því að komast á heimsmeistaramótið.“ HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen leikur í kvöld gríðarlega mikilvægan leik með íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar það mætir því króatíska í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM í Brasilíu. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld og síðari leikurinn síðan á þriðjudagskvöldið í Króatíu. Eiður hefur á sínum ferli tekið þátt í gríðarlega mikilvægum leikjum með Chelsea og Barcelona en leikmaðurinn vann titla með báðum liðum. Þessi 35 ára leikmaður hefur nýst landsliðinu vel í undankeppninni og kemur ákveðin ró yfir liðið þegar Eiður er inn á vellinum. „Þetta er bara ótrúlega skemmtilegur tími og mér líður vel,“ sagði Eiður í viðtali við The Guardian. „Við gerum okkur fyllilega grein fyrir þeirri eftirvæntingu sem er í þjóðfélaginu hér á Ísland. Það er líkt og fólk sé að telja niður dagana fram að jólum og ótrúlegt andrúmsloft í þjóðfélaginu. Fólk hefur aldrei upplifað þessa tilfinningu hér og mikil spenna í landinu þessa dagana.“ „Liðið hefur nú þegar afrekað eitthvað sem ekkert íslenskt landslið hefur náð. Íslenska liðið er fyrsta liðið í sögunni til að komast í umspil eftir að hafa farið inn í riðlakeppnina í sjötta og neðsta styrkleikaflokki. Afrek okkar er mikið en við getum náð enn lengra.“ „Ég lék minn fyrsta landsleik árið 1996 og ef maður ber saman andrúmsloftið þá og í dag þá er himin og haf þar á milli. Íslendingar hafa aldrei verið eins spenntir fyrir einum leik.“ „Það er ákveðin kynslóð í þessu liði sem hefur farið alla leið á stórmót þegar U-21 árs landslið okkar komst á lokakeppni Evrópumótsins í Danmörku um árið. Leikmenn liðsins leika margir hverjir í hæsta gæðaflokki hjá góðum félagsliðum og hafa spilað saman með landsliðum Íslands í mörg ár.“ „Árangur okkar má vissulega rekja til þeirra knattspyrnuhalla sem hafa risið hér á landi undanfarinn áratug. Margir leikmenn íslenska liðsins voru þá um tíu ára og hafa því alist upp við frábærar aðstæður.“ „Nú eru um tíu knattspyrnuhallir á Íslandi og því er hægt að æfa allt árið um kring en áður fyrr var í raun aðeins hægt að spila fótbolta á grasi í fimm til sex mánuði á ári.“ Króatar skiptu um landsliðsþjálfara fyrir leikina gegn Íslendingum og mun Niko Kovac stýra liðinu í kvöld. „Þetta hefur í raun verið saga liðsins í þessari undankeppni. Þetta í fjórða liðið sem við mætum sem hefur skipt um landsliðsþjálfa. Við kunnum því að undirbúa okkur fyrir slíkar aðstæður. Það var alltaf ljóst að við myndum mæta sterkum andstæðingi í þessu umspili og þurftum alltaf að eiga tvo frábæra leiki til að eiga möguleika á því að komast á heimsmeistaramótið.“
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira