Fótbolti

Auðveldur sigur hjá PSG á Lorient

Stefán Árni Pálsson skrifar
NORDICPHOTOS/AFP
Paris Saint Germain vann auðveldan sigur á Lorient, 4-0, í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 

Lucas gerði fyrsta markið í upphafi leiksins. Jeremy Menez skoraði síðan annað mark liðsins og það var síðan markaskorarinn Edison Cavani sem bætti því þriðja við fyrir hálfleik.

Cavani var aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikslok og tryggði liðinu öruggan 4-0 sigur.

PSG er þremur stigum fyrir ofan Monoco í efsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×