Fótbolti

Ertu fótbolta „hipster“ ? | Próf þar sem Keflavík og Fylkir kemur við sögu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá leik Keflavíkur og Fylkis í sumar. Einnig sést í Dani Osvaldo leikmann Sunderland sem skartar skemmtilegu "hipstera“ útliti.
Frá leik Keflavíkur og Fylkis í sumar. Einnig sést í Dani Osvaldo leikmann Sunderland sem skartar skemmtilegu "hipstera“ útliti. mynd / samsett
Ertu fótbolta „hipster“ ? ef þú ert í vafa þá er spurning að taka smá próf sem the Guardian birtir á vefsíðu sinni.

Þar er sett fram skemmtilegt próf þar sem fótboltaaðdáendur geta séð hversu miklir „hipsterar" þeir eru þegar kemur að fótbolta.

Ísland á sína fulltrúa í prófinu en Keflavík og Fylkir koma við sögu í spurningu númer þrjú.

3. Það er Meistaradeildarkvöld í miðri viku. Pítsan er komin í ofninn, bjórinn í kælinum og allt klárt. Á hvaða leik horfir þú á?

A. - Manchester United gegn AC Milan á ITV1

B. - Athletic Bilbao gegn Shakhtar Donetsk á  Sky Sports

C. – Keflavík gegn Fylki í efstu deilda karla á internetinu (Leikurinn er áhugaverður vegna þess að Fylkismenn hafa verið að spila með tvö djúpa miðjumenn með góðum árangri).

D. - Chelsea gegn Viktoria Plovdiv á  ITV4.

Hér má síðan taka prófið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×