Fótbolti

Klopp: Peningar ekki allt

Sigmar Sigfússon skrifar
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Borussia Dortmund.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Borussia Dortmund. NORDICPHOTOS/GETTY
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Borussia Dortmund, afþakkaði starf á Englandi þegar það bauðst fyrir tímabilið. Bæði Chelsea og Manchester City höfðu áhuga á Klopp eftir frábæran árangur Dortmund er það komst í úrslit meistaradeildarirnnar á síðasta tímabili.

Hinn 46 ára stjóri sagði í viðtali við The Sun að þetta væri ef til vill skrítið fyrir þá sem hugsa eingöngu um að þjálfa stærri klúbba. „Sjálfsagt fengi ég hærri laun ef ég þjálfaði á Englandi, Kína eða Rússlandi. En peningar eru ekki eina málið. Peningar eru auðvitað mikilvægir. Ég er ekki Mahatma Gandi,“ sagði Klopp og glotti við tönn og bætti við: "Ég er ánægður hérna."

Jose Mourinho var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Chelsea í sumar og þá var Manuel Pellegrini fenginn í stjórastólinn hjá Manchester City .

Jürgen Klopp verður ekki með liðinu þegar Dortmund sækir Arsenal heim í meistaradeildinni á þriðjudag. Klopp tekur út bann eftir að hafa brjálast út í fjórða dómarann í leiknum gegn Marseille fyrr í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×