Fótbolti

Kata kvaddi með sigri

Katrín Jónsdóttir  - MYND/DANÍEL
Katrín Jónsdóttir - MYND/DANÍEL
Umeå vann Kristinstad ,3-1 í miklum Íslendingaslag og jafnframt lokaleik Katrínar Jónsdóttur, leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi.

Loka umferð sænska kvennaboltans var leikin í dag og var þetta síðasti leikur Katrínar á ferlinum. Katrín endar ferilinn með sigri en hún lék allan leikinn í dag.

Sif Atladóttir lék í fyrri hálfleik fyrir Kristianstad ásamt Margréti Láru Viðarsdóttur. Margrét fær bronsskóinn í sænsku deildinni í ár þar sem hún var þriðja markahæst með 13 mörk.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad og liðið endaði í 9. Sæti af 12 liðum.

Tvær íslenskar stelpur unnu sænska meistarabikarinn með liði sínu Malmö. Þóra Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir tryggðu sér titilinn í síðustu viku þegar að Malmö vann 2-0 sigur á Umeå á heimavelli.

Malmö gerði 1-1 jafntefli við Mallbacken á útivelli í gær. Sara Björk lék allan leikinn fyrir Malmö en Þóra sat á bekknum.

Malmö endaði með 55 stig, sjö stigum á undan næsta liði sem var Tyresö.

Piteå gerði 1-1 jafntefli gegn Jitex og enduðu í 7. sæti með 27 stig. Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með Piteå.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×