Fótbolti

Guðlaugur Victor hársbreidd frá sigri

Sigmar Sigfússon skrifar
Guðlaugur Victor - NORDICPHOTOS/GETTY
Guðlaugur Victor - NORDICPHOTOS/GETTY
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í NEC Nijimegen í hollensku deildinni, gengur erfiðlega að vinna leiki á tímabilinu. NEC Nijimegen hefur ekki unnið einn einasta leik af þeim tíu sem liðið hefur spilað á tímabilinu.

NEC Nijimegen gerði 1-1 jafntefli gegn Heracles á útivelli í dag. Rens van Eijdens kom NEC yfir strax á 2. mínútu og útlitið gott. Adam var ekki lengi í paradís og NEC lék manni færri í heila klukkustund eftir að Christoph Hemlein fékk sitt annað gula spjald á 32. mínútu.

Guðlaugur og félagar virtust ætla að halda þetta út en á 87. mínútu kom jöfnunarmark Heracles. Jens Streutker skoraði markið og jafntefli niðurstaðan.

Guðlaugur lék allan leikinn fyrir NEC Nijmegen sem er í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig eftir 10 leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×