Fótbolti

Arnór Smárason lék allan leikinn í tapi Helsinborg

Sigmar Sigfússon skrifar
MYND/HEIMASÍÐA HELSINGBORGAR
MYND/HEIMASÍÐA HELSINGBORGAR
Arnór Smárason var í byrjunarliði Helsinborg og lék allan leikinn í 3-0 tapi gegn Atvidabergs á útivelli í dag. Helsinborg fékk rautt spjald á 66. mínútu þegar að  Mattias Lindström braut af sér inn í teig.

Kristian Bergström skoraði fyrir Atvidabergs 45. mínútu og Daniel Sjölund skoraði tvö mörk á 66. Og 87. mínútu.

Arnór og félagar urðu af mikilvægum stigum í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar og misstu af tækifæri til þess að fara upp fyrir Göteborg í 2. sæti deildarinnar.

Hjámar Jónsson leikur með Göteborg sem gerði 0-0 jafntefli gegn Osters á heimavelli. Hjálmar lék allan leikinn fyrir sitt lið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×