Fótbolti

Hefur stefnt á atvinnumennsku síðan á Shell-mótinu í Vestmannaeyjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hinn 16 ára Albert Guðmundsson samdi við hollenska knattspyrnuliðið Heerenveen til þriggja ára í sumar og líkar honum dvölin vel þar í landi.

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hefur fylgst með drengnum frá árinu 2007 þegar þeir hittust á Shell-mótinu í Vestmannaeyjum. Þá var Albert staðráðinn í því að gerast atvinnumaður í fótbolta og er hann núna að láta draum sinn rætast.

„Þetta lítur allt saman vel út enn sem komið er og allt á réttri leið,“ sagði Albert Guðmundsson í viðtali við Guðjón í dag.

Albert á ekki langt að sækja hæfileika sína en faðir hans Guðmundur Benediktsson, fyrrum knattspyrnumaður og aðstoðarþjálfari Blika, á að baki frábæran feril sem knattspyrnumaður.

Afi Alberts er Ingi Björn Albertsson, markaskorari af guðs náð, og langafi drengsins var alnafni hans Albert Guðmundsson sem var á sínum tíma einn besti knattspyrnumaður í heiminum.

Hér að neðan má sjá innslagið frá Guðjóni Guðmundssyni úr fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×