Fótbolti

Ísland mætir Króatíu

Dregið var í Zürich í Sviss í dag.
Dregið var í Zürich í Sviss í dag.
Karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Króatíu í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Brasilíu næsta sumar. Dregið var í Zürich í Sviss í dag.

Fjórar þjóðir komu til greina sem mótherji Íslands. Ísland var næstsíðasta þjóðin upp úr hattinum. Viðureignirnar fjórar sem framundan eru má sjá hér að neðan. Þjóðin sem nefnd er á undan á heimaleik föstudaginn 15. nóvember. Síðari leikurinn fer fram þriðjudagskvöldið 19. nóvember.

Að mörgu leyti hefði verið kostur að fá síðari leikinn á heimavelli. Hins vegar fá okkar menn fyrir vikið að undirbúa sig hér á landi í aðdraganda fyrri leiksins.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir íslenska liðið fara óhrætt í leikina gegn Króötum.

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari segist vera sáttur við mótherjann.

Portúgal - Svíþjóð

Úkraína - Frakkland

Grikkland - Rúmenía

Ísland - Króatía

Víst má telja að seljast muni upp á landsleikinn á Laugardalsvelli. Miðasala mun án efa hefjast fljótlega og mun Vísir flytja tíðindi af því þegar þau mál skýrast.

Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð frá nokkrum fótboltaáhugamönnum á Twitter eftir dráttinn í Sviss.
Fifa setti þessi stuttu myndbönd á netið í morgun þar sem sjá má undirbúning fyrir dráttinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×