Fótbolti

Sló tönn út úr stjóra sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Jansen.
Michel Jansen. Mynd/NordicPhotos/Getty
Michel Jansen, knattspyrnustjóri toppliðs FC Twente, tapaði ekki bara tveimur stigum um helgina heldur einnig missti hann einnig eina tönn. FC Twente er samt ennþá á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir 1-1 jafntefli á móti Ajax.

Það var íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson sem jafnaði leikinn og sá til þess að FC Twente tapaði tveimur stigum eftir að hafa verið yfir í 59 mínútur en Jansen missti hinsvegar tönnina þegar aðstoðarmaður hans fagnaði marki liðsins í fyrri hálfleik.

Youri Mulder, aðstoðarmaður Michel Jansen, varð aðeins of æstur þegar Luc Castaignos kom Twente yfir í 1-0 á 22. mínútu og sló tönnina úr Jansen þegar hann steytti hnefanum.

Michel Jansen missti við þetta eina tönn en kláraði engu að síður leikinn. Hann heimsótti síðan tannlækninn sinn seinna um daginn.

Stigið dugði FC Twente til að halda toppsætinu en PSV, PEC Zwolle og Ajax eru öll bara einu stigi á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×