Fótbolti

Drátturinn í takt við íbúafjölda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins.
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins.
Svisslendingurinn Alexander Frei sá um að draga þjóðirnar upp úr hattinum í dag. Svo virðist sem hann hafi viljað sjá til þess að þjóðir af sömu stærðargráðu myndu mætast.

Ef niðurstöðurnar úr drættinum eru skoðaðar kemur í ljós sú skemmtilega staðreynd að þjóðirnar röðuðust eftir íbúafjölda.

Liðin sem mætast má sjá að neðan og grófan íbúafjölda innan sviga.

Frakkland (60 milljónir) - Úkraína (50 milljónir)

Grikkland (11 milljónir) - Rúmenía (20 milljónir)

Portúgal (10 milljónir) - Svíþjóð (9 milljónir)

Ísland (300+ þúsúnd) - Króatía (4 milljónir)

Hér má sjá viðbrögð Lars Lagerbäck og Arons Einars Gunnarssonar við drættinum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×