Fótbolti

Englendingar æfa sig á móti Dönum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/NordicPhotos/Getty
England mun mæta Danmörku í undirbúningi sínum fyrir Heimsmeistarakeppnina í Brasilíu næsta sumar en England er eitt af níu evrópskum landsliðum sem hafa þegar tryggt sér farseðilinn á HM 2014.

Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að enska landsliðið muni leika vináttulandsleik á móti Danmörku á Wembley 5. mars næstkomandi. Leikurinn er hluti af samkomulagi danska og enska sambandsins en þjóðirnar mættust í Kaupmannahöfn í febrúar 2011. Þetta verður fyrsti undirbúningsleikur Englendinga á Wembley á næsta ári.

Danir sátu eftir með sárt ennið í undankeppninni og komust ekki í umspilið líkt og við Íslendingar. Danir voru nefnilega það lið í 2. sæti sem var með slakasta árangurinn.

England vann 2-1 sigur á Dönum þegar þjóðirnar mættust á Parken í febrúar 2011 en mörk liðsins skoruðu þá Ashley Young og Darren Bent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×