Fótbolti

81% Króata spá sínum mönnum sigri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn landsliðs Króata á Hampden Park í Skotlandi á dögunum.
Stuðningsmenn landsliðs Króata á Hampden Park í Skotlandi á dögunum. Nordicphotos/Getty
Á sjöunda þúsund lesendur króatísks vefmiðils hafa lýst yfir skoðun sinni á því hvort karlalandslið þjóðarinnar í knattspyrnu komist í lokakeppni HM í Brasilíu.

Króatía mætir Íslandi í tveimur umspilsleikjum um miðjan nóvember. Fyrri leikurinn fer fram á Íslandi 15. nóvember en sá síðari fjórum dögum síðar ytra.

Á vefmiðlinum 24sata.hr eru lesendur spurðir einfaldrar spurningar. Tekst Króötum að komast til Brasilíu? Svarmöguleikar eru tveir.

Auðvitað. Ísland á engan möguleika

og

Alls ekki. Íslendingar berjast betur en við og eru ekki lélegt lið



81 prósent svara fyrri möguleikanum játandi en 19 prósent hafa litla trú á sínum mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×