Fótbolti

Draumamark Stephanie Roche

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Írska landsliðskonan Stephanie Roche skoraði stórbrotið mark í 6-1 sigri Peamount United á Wexford Youths í efstu deild írsku knattspyrnunnar um helgina.

Roche fékk sendingu fyrir markið, tók glæsilega við boltanu, lék á varnarmann líkt og Pele gerði gegn Svíum á HM 1958, og hamraði boltann með vinstri fæti í markhornið.

Roche hefur raðað inn mörkunum með liði sínu undanfarin tímabil sem ætti ekki að koma neinum á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×