Innlent

Mótorhjólamönnum vísað úr landi - fleiri á leiðinni

Samtökin eru stuðningsklúbbur Hells Angels.
Samtökin eru stuðningsklúbbur Hells Angels.
Lögreglan á Suðurnesjum verður með viðbúnað í Leifsstöðí dag þegar von er á ellefu til 13 meðlimum úr norska vélhjólagenginu Devils Choice hingað til lands, en þrír meðlimir gengisins voru handteknir við komuna til landsins í gær.

Útlendingastofnun ákvað að vísa þeim úr landi og voru þeir vistaðir í fangageymslum í nótt. Þeir fara svo með fyrstu ferð aftur til Noregs í dag, en fylgikonur þeirra eru frjálsar ferða sinna, að sögn lögreglu. Koma Norðmannanna tengist hátíðarhöldum vélhjólagengja hér á landi á laugardag, en Devil Choise mun tengjast Hells Angels vélhjólagenginu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×