Innlent

Fundað um makrílinn í London

Saamningafundur um makríldeiluna hefst í London fyrir hádegi og sitja hana fulltrúar Íslendinga, Færeyinga Norðmanna og Evrópusambandsins. Auk þess verða þar áheyrnarfulltrúar Rússa og Grænlendinga.

Það kemur málstað Íslendinga til góða nuna, að stofninn er talinn mun stærri en áður var haldið, en rök andstæðinganna gegn veiðum Íslendinga hafa hingaðtil verið þau að veiðar Íslendinga séu rányrkja og stefni stofninum í voða, en stofninn sjálfur hefur nú afsannað það.

Nú er talið að Evrópusambandið geti sætt sig við allt að 12 prósenta hlutdeild Íslendinga í stonfinum, sem er langt umfram fyrri tillögur, en ekki liggur fyrir novrt Norðmenn eru því hlutfalli samþykkir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×