Innlent

Áslaug Friðriksdóttir sækist eftir öðru sæti

Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi
Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi
Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Áslaug hefur verið borgarfulltrúi síðan í haust en varaborgarfulltrúi frá 2006.

„Ég vil láta meira að mér kveða á þessum vettvangi. Hægt er að ná mun meiri árangri í Reykjavík með breyttum áherslum. Forgangsraða þarf verkefnum og lækka verður skatta og álögur á borgarbúa,“ segir Áslaug.

Frestur til að tilkynna framboð vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokks fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út á föstudag. Prófkjörið fer fram 16. nóvember næstkomandi.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi sækist einnig eftir öðru sæti og Björn Jón Bragason gefur kost á sér í 2-3 sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×