Innlent

Dorrit tók þátt í eðlisfræðitilraun

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Á myndinni má sjá forsetafrúna sýna eðlifræðitilraunum nemenda í Grunnskóla Reyðarfjarðar mikinn áhuga.
Á myndinni má sjá forsetafrúna sýna eðlifræðitilraunum nemenda í Grunnskóla Reyðarfjarðar mikinn áhuga. mynd/forsetaembættið
Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, eru á ferðalagi um Fjarðabyggð. Ferðalagið hófst í gær og samkvæmt upplýsingum á vefsíðu forsetaembættisins hafa þau komið víða við.

Hjónin heimsóttu meðal annars Grunnskóla Reyðarfjarðar þar sem þau skoðuðu aðstöðu skólans og voru viðstödd samkomu á sal þar sem þeim voru sýndar efna- og eðlisfræðitilraunir auk tónlistarflutnings

Eins og sést á myndinni með fréttinni, tók forsetafrúin þátt í tilraununum.

Í dag heimsóttu þau Sköpunarmiðstöðina sem er í húsnæði þar sem áður var frystihús Stöðvarfjarðar. Þar er búið að koma upp margháttaðri aðstöðu til listsköpunar og stefnt er að því að bjóða þangað listamönnum til vinnudvalar.

Hjónin hafa heimsótt fleiri staði, til dæmis Loðnuvinnslu Fáskrúðsfjarðar, Frönsku húsin á Fáskrúðsfirði og Skólamiðstöðina þar í bæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×