„Þótt þú eigir myndavél, ertu ekki ljósmyndari“ Hrund Þórsdóttir skrifar 23. október 2013 18:45 Samkvæmt íslenskum lögum er ljósmyndun iðngrein og er starfsheitið lögverndað sem slíkt. Áhugaljósmyndarar óskuðu eftir því að ráðuneytið tæki þetta til endurskoðunar og samkvæmt upplýsingum þaðan er nú framundan samráð við hagsmunaaðila. Búist er við niðurstöðu fyrir áramótin. Nemendur Ljósmyndaskólans fá ekki réttindi til að starfa sem ljósmyndarar eftir að námi þeirra lýkur. Leifur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóriskólans, segir ljósmyndun ekki vera iðngrein, heldur skapandi grein og fagnar hugsanlegu afnámi lögverndunar hennar sem iðnar. „En að sama skapi leggjum við mikla áherslu á að til þess að auka veg og virðingu ljósmyndunar á Íslandi þá þarf að vera til gott nám og það er það sem við teljum okkur leggja til hér,“ segir Leifur. Nemendur skólans segja lögverndunina tímaskekkju. Þeir hyggjast flestir leggja stund á listsköpun frekar en til dæmis auglýsingaljósmyndun eða portretttökur á ljósmyndastofum. „En ef fólk hefur áhuga á að starfa við fagið á þessum nótum á það að sjálfsögðu að hafa frelsi til þess. Þetta er bara álíka og ef tónlistarmaður þyrfti að þreyta sveinspróf í tónlist til að geta stundað tónlist. Þetta er mjög sambærilegt,“ segir Aron Reynisson, formaður nemendafélags Ljósmyndaskólans.Hverju myndi það breyta fyrir ykkur ef þetta yrði ekki lengur lögverndað starfsheiti? „Þá ættum við ekki á hættu að verða lögsótt ef við opnuðum ljósmyndastofur,“ segir Anna Ingimarsdóttir, nemandi við skólann. Ljósmyndarafélag Íslands ætlar að mótmæla breytingunni en formaður þess, Lárus Karl Ingason, segir ástæðuna ekki vera ótta við samkeppni. „Þessi lögverndun var sett á 1930 og það var ekki til að passa að þeir sem væru að vinna í iðninni hefðu nóg að gera, heldur snerist þetta um neytendavernd, fyrst og fremst,“ segir Lárus. Hann vill ekki að fólk stundi greinina sem ekki kann til verka. „Þótt þú eigir myndavél ertu ekki ljósmyndari. Samanber ef þú átt fiðlu þá ertu ekki fiðlusnillingur, heldur bara eigandi fiðlu og þetta er svipað með ljósmyndun. Það geta ekki allir tekið myndir þótt þeir eigi myndavélar,“ segir Lárus. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Samkvæmt íslenskum lögum er ljósmyndun iðngrein og er starfsheitið lögverndað sem slíkt. Áhugaljósmyndarar óskuðu eftir því að ráðuneytið tæki þetta til endurskoðunar og samkvæmt upplýsingum þaðan er nú framundan samráð við hagsmunaaðila. Búist er við niðurstöðu fyrir áramótin. Nemendur Ljósmyndaskólans fá ekki réttindi til að starfa sem ljósmyndarar eftir að námi þeirra lýkur. Leifur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóriskólans, segir ljósmyndun ekki vera iðngrein, heldur skapandi grein og fagnar hugsanlegu afnámi lögverndunar hennar sem iðnar. „En að sama skapi leggjum við mikla áherslu á að til þess að auka veg og virðingu ljósmyndunar á Íslandi þá þarf að vera til gott nám og það er það sem við teljum okkur leggja til hér,“ segir Leifur. Nemendur skólans segja lögverndunina tímaskekkju. Þeir hyggjast flestir leggja stund á listsköpun frekar en til dæmis auglýsingaljósmyndun eða portretttökur á ljósmyndastofum. „En ef fólk hefur áhuga á að starfa við fagið á þessum nótum á það að sjálfsögðu að hafa frelsi til þess. Þetta er bara álíka og ef tónlistarmaður þyrfti að þreyta sveinspróf í tónlist til að geta stundað tónlist. Þetta er mjög sambærilegt,“ segir Aron Reynisson, formaður nemendafélags Ljósmyndaskólans.Hverju myndi það breyta fyrir ykkur ef þetta yrði ekki lengur lögverndað starfsheiti? „Þá ættum við ekki á hættu að verða lögsótt ef við opnuðum ljósmyndastofur,“ segir Anna Ingimarsdóttir, nemandi við skólann. Ljósmyndarafélag Íslands ætlar að mótmæla breytingunni en formaður þess, Lárus Karl Ingason, segir ástæðuna ekki vera ótta við samkeppni. „Þessi lögverndun var sett á 1930 og það var ekki til að passa að þeir sem væru að vinna í iðninni hefðu nóg að gera, heldur snerist þetta um neytendavernd, fyrst og fremst,“ segir Lárus. Hann vill ekki að fólk stundi greinina sem ekki kann til verka. „Þótt þú eigir myndavél ertu ekki ljósmyndari. Samanber ef þú átt fiðlu þá ertu ekki fiðlusnillingur, heldur bara eigandi fiðlu og þetta er svipað með ljósmyndun. Það geta ekki allir tekið myndir þótt þeir eigi myndavélar,“ segir Lárus.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira